Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

föstudagur, september 30, 2005

Svo ég fari nú aðeins að röfla aftur, eruði ekki annars komin með fráhvarfseinkenni frá því hjá mér? Þá er ákveðið að taka einhvurslags lán í vor til að fjármagna nauðsynlegt viðhald og viðbyggingu hússins okkar. Ég hef verið að velta þessu fyrir mér fram og til baka og það lítur út fyrir að, sé tekið tillits til alls, það sé hagstæðast fyrir okkur að byggja við og laga húsið en að kaupa okkur nýtt. En þar sem ég er með straxveikina góðu er ég viðþolslaus að bíða eftir vorinu, veturinn ekki almennilega byrjaður, og sé fyrir mér allar breytingar í hyllingum. Það liggur við að ég gangi á þá veggi sem ég hef ákveðið að fái að fjúka.

miðvikudagur, september 28, 2005

Hverjum þykja ekki mismæli skemmtileg?
Ég hef löngum gert grín að Gunnu frænku fyrir málsháttanotkun en hún blandar öllum málsháttum og spakmælum saman. Til dæmis stekkur henni ekki bros á brún. Nema í gær las ég eitt æðislegasta mismæli sem ég hef lengi séð... Þannig er málum í vexti. En ég er ekkert skárri þar sem ég talaði nokkrum sinnum um að skerast í hópinn.

þriðjudagur, september 27, 2005

Ég hef verið "klukkuð" aftur! Er það ekki bannað? Ég get svosum alveg gefið ykkur fleiri gagnslausar upplýsingar um mig fyrst þið endilega viljið...
1. Þegar ég var krakki langaði mig til að vera einn af krökkunum í Ævintýrabókunum eftir Enid Blyton.
2. Ég er hrottalega óþolinmóð og þjáist reglulega af straxveiki með líkamlegum jafnt sem andlegum verkjum.
3. Mig langar í hund.
4. Ég gæti hæglega farið á hausinn ef ég væri með visakort.
5. Ég bý ekki yfir neinum viljastyrk heldur hef ég áorkað öllu með pjúra þrjósku.

mánudagur, september 26, 2005

Þetta er alveg týpískt að um leið og ég fer að vinna þá veikjast börnin. Ég er semsagt heima núna með Karl og Sesselju, hann er með slæmt kvef og hita og hún grét af sársauka yfir verk í eyranu. Nú er ég að bíða eftir að heilsugæslan opni fyrir símann svo ég geti beðið Hannes um að kíkja á þau. En ég hef fengið lungnabólgu og eyrnabólgu þannig að ég get alveg skilið hvað þau eru pirruð og lítil í sér núna. Það er hryllilega sárt að vera með í eyrunum og það er svo hræðilega óþægilegt að geta ekki andað almennilega.
Ég vona bara að það verði skipt um dvd-diska með reglulegu millibili í dag, ég er ekki svo viss um að ég nenni að hlusta á Bangsímon og Frílinn í þúsundasta skiptið.

fimmtudagur, september 22, 2005

Það er einhver æðislegur leikur í gangi í blogghópnum mínum þar sem maður á að skrifa eins og eina færslu um mann sjálfan og ég var "klukkuð" af afa. Og auðvitað tekur maður þátt í skemmtilegum leik þannig að hefst nú lesturinn.
Ég er elsta dóttir mömmu minnar en yngsta dóttir ömmu minnar. Þær karpa reglulega um hvor eigi heiðurinn af mér en ég vil nú meina að einhver sæðisgjöf að vestan hafi eitthvað með málið að gera. Þannig að ég er hálfur sjómaður að austan og hálfur kúabóndi að vestan og ég ét bæði kjet og fisk ef haft er með smjer. Ég á heilan helling af systkinum en ekkert af þeim heilt, mömmu megin eru þau þrjú og pabba megin eru þau þrjú. Það sem ég hafðist fyrir í æsku var að lesa ævintýri og skáldsögur og lifa mig inn í heim bókmennta miklu meira en hollt var. Það sem ég hafðist fyrir á unglingsárunum tengdist öllu sem var bannað enda ekkert fútt í því að gera það sem allir hinir voru að gera. Nú er ég reglusöm húsmóðir í vinnu hálfan daginn með fjögur börn sem gera lífið þess virði að lifa því og mann sem styður mig í öllu sem ég tek mér fyrir hendur og er yndislegur í alla staði. Ég hef lært af mistökum mínum í gegn um tíðina og náði loks að forgangsraða öllu rétt og nú er það fjölskyldan sem skiptir mig mestu máli.
Ég veit eiginlega ekki hvað meira verður um mig sagt þannig að ég "klukka" á Beddu næst því hún er svo frábær og skemmtileg.

miðvikudagur, september 21, 2005

Nú er allt að verða vitlaust hérna. Jónsi tognaði í bakinu og gat sig hvergi hrært en það gáfust nú engin tækifæri fyrir læknisleik hjá okkur, það voru annað hvort börnin, gestir eða síminn sem trubbluðu. En í staðinn fengum við Hörpu til að hjálpa okkur að baka Hörpubrauð sem hún gerði barasta í einum hvelli meðan ég skrapp að ná í Sesselju til ömmu og afa. Þegar ég kom til baka voru fjögur brauð að hefa sig áður en leiðin lá í ofninn. Og hún smitaði Jónsa af bakarabakteríunni og hann slefaði yfir Hjónabandssæluuppskrift og nú eru þrjár kökur að bakast. Hann ætlar í vinnu þrátt fyrir að geta ekki hreyft sig nema takmarkað og ég held að það sé vegna miðvikudagskaffisins á kennarastofunni, þar sem það eru hverjar hnallþórurnar á fætur annari og þetta líkist fermingarveislum hjá þeim. Það held ég að sé aðalástæða fyrir batnandi baki en ekki allar verkjapillurnar sem lækninn reddaði honum. ÉG hef ekki fengið skrifað upp á svona svakalega sterkan verkjalyfjakúr alla mína tíð og þó var tímabil sem maður reyndi hvað sem er til að fá slíkar uppáskriftir!

mánudagur, september 19, 2005

Fyrsti dagurinn á leikskólanum var bara fínn, ég hefði átt að hafa meiri áhyggjur af drengnum. Ég var í næstum klukkutíma út af deildinni og honum var bara alveg sama. Var að vísu feginn að sjá mömmu aftur og orðinn þreyttur en samt glaður.

En best var samt þegar Harpa vinkona lét sjá sig, hann varð svo feginn að þekkja einhvern að hann réðist á hana og knúsaði og það var alveg yndislegt að sjá þau knúsast og kjassast með sínum hætti. Honum fannst samt skrítin húfan hennar.
Ég stal þessum af einhverri síðu en þetta er bara svo rétt...

The most common question foreign guys ask Icelandic girls: Is it true what they say about Icelandic women?

English man: Is it true what they say abt the icelandic women?

Icelandic girl: Oh and what would that be?

English man: That they are gorgeous and dangerous

Icelandic girl: Yeah thats true, So what brings you to Iceland? Is it the fish? The clean air? Or is it the promiscuous women? What special offer did you fall for? Was it maybe the dirty weekend in Reykjavík? Or maybe the one night stand? Maybe its your dream to pester a Beautyqueen.

English man: Well you got to admit that you have a certain reputation.

Icelandic girl: Look, I dont know what they teach you in English mens magazines, but there is something you should know abt us Icelandic sluts. During viking age we build houses, we fought wars while raising like 20 children each. Through centurys we managed on our own while the men were out on sea, for years! And today we work like 12 hours a day and we have the highest birthrate in Europe, and we climb mountains, in all weathers. We participate in politics, sing in choruses and exircise our asses off, we grow basil and koriander in our kitchen windows, still we have time to look so gorgeous and be so dangerous, isint it amazing?
So with all of this my dear friends, do you really recon, we got a single minute left to be bimbos?

sunnudagur, september 18, 2005

Jæja, í fyrramálið er fyrsti dagur Karls á leikskólanum. Og ég verð nú að viðurkenna að það er að koma smá kvíði og spenna í mig. Hvað ef honum líkar ekki hamagangurinn? Hvað ef hann verður svo strax veikur? Hvað ef hann verður bitinn eða bítur? Hvað ef og hvað ef....Þetta verður samt örugglega ekkert mál en þið vitið hvernig ég er. Ef ég hef ekki áhyggjur af einhverju er ég örugglega lasin.

laugardagur, september 17, 2005

Það sem hefst upp úr því að hanga á netinu á föstudagskveldi er þetta þó maður eigi kannski að vera hrista af sér spikið og æfa til að komast í kjólinn fyrir jólin.

föstudagur, september 16, 2005

Þá er það bara aðlögun á mánudagsmorgun. Ég efast ekki um að hann eigi eftir að fíla leikskólann, fullt af krökkum og dóti. Hann mun sparka mér út í síðasta lagi á miðvikudagsmorgun. En ég ætla nú að vera fyrirmyndarmóðir og mæta með myndavélina og taka nokkrar myndir af fyrsta deginum á leikskóla. Verst að maður hafi ekki átt almennilega myndavél þegar stelpurnar voru yngri... Maður fær hálfgert samviskubit yfir því hvað það eru til fáar myndir af þeim litlum.

fimmtudagur, september 15, 2005

Það er svo erfitt að rífa kjaft þegar maður er edrú. Ég er orðin svakalegur kjúklingur með þetta, fyrir nokkrum árum gerði ég ekki annað en að ybba mig. En í dag get ég varla staðið með sjálfri mér þegar það er verið að valtra yfir mig á skítugum bomsunum. Og þetta er ekki gott, sérstaklega þar sem ég get ekki beðið neinn um að sjá um þetta tiltekna mál sem ég er að standa í núna. En bara það að skrifa eitt e-mail kemur mér til að svitna og skjálfa því ég vil ekki að neinn verði reiður eða að þetta verði meira vesin en það er. Þó það sé búið að segja mér að þetta sé minn réttur og allt það er ég samt ekkert smá smeyk við þetta allt saman. En þetta er þröskuldur sem ég þarf að yfirstíga einhverntíma og er til betri tími til þess en núna? Málið er að ég hélt að ég mætti byrja að vinna aftur og Karl kæmist inn á leikskólann en mér var sagt að sækja um vinnuna mína aftur og bent á umsóknareyðublöðin eða að sækja um á netinu...En ég vil halda því fram að ég sagði aldrei upp heldur fór ég í veikindafrí vegna grindargliðnunar þar svo í fæðingarorlof og svo barnseignarleyfi. Ég skrifaði allavega aldrei undir neitt uppsagnarbréf heldur kom ég með vottorð...En þangað til að ég fæ þetta uppsagnarbréf í hausinn held ég áfram að minnast þessa svona.
Að sjálfsögðu ef ég hef rétt fyrir mér er þetta kolólöglegt og gengur þvert á minn rétt sem starfsmaður en samt er það búið að taka mig hálfan mánuð að þora að gera eitthvað í þessu.

föstudagur, september 09, 2005

Ég er orðin forfallinn skrappahólik...
Mig klæjar bókstaflega í fingurnar ef ég sé sætar myndir eða flottan pappír. Ég var að taka saman myndir til að senda Hans til framköllunar og þeir eru með svona tilboð miðað við fjölda mynda sem maður sendir...ég er í ódýrasta pakkanum svo ég segi ekki alveg hversu margar myndir þetta voru sem ég tók saman. En ég er að fá hverja mynd rosa ódýrt og svo þegar fram í sækir eru þetta ómetanlegar minningar og þar með er réttlætingin komin. Og ég skrappa ekkert úr öllum myndunum, sumar fara í venjuleg albúm. En ég er búin að fylla á (bæta inn í plöstum undir nýjar síður) skrappalbúmið mitt þrisvar og ég get ekki fyllt meir á það þannig að ég keypti mér nýtt albúm og vinkona mín er að panta annað fyrir mig á netinu. Og ég veit að þau verða orðin full áður en veturinn er liðinn. En ég á mér þó áhugamál og það er nú ekki slæmt...og ef þið viljið skoða þá er krækja á föndursíðuna mína hérna til hægri og ekki gleyma að kvitta í gestabókina.

fimmtudagur, september 08, 2005

Hann litli bróðir minn, sem reyndar er nokkrum tuga sentimetra hærri en ég, á ammmæli í dag. Hann á ammæli í dag, hann á ammæli í dag, hann á Ammæl'ann Kiddi, hann á ammæl i dag. Kys og klem lille bro.
Ef leti væri smitandi og lífshættulegur sjúkdómur væri ég dauð og búin að smita alla bæjarbúa. Ég er gjörsamlega að drepast úr leti og mig langar ofsalega til að skella skuldinni á þunglyndið eða veðrið en ég nenni því ekki.

miðvikudagur, september 07, 2005

Eftir viku í stórborginni er svolítið erfitt að koma sér inn í rútínuna aftur. Ég er búin að vera heima í þrjá daga og er ekkert farin að gera af viti.
Í borginni héldum við upp á fyrsta afmælisdag snáðans okkar og buðum við nánum vinum og ættingjum í mat og köku.