Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

mánudagur, september 19, 2005

Fyrsti dagurinn á leikskólanum var bara fínn, ég hefði átt að hafa meiri áhyggjur af drengnum. Ég var í næstum klukkutíma út af deildinni og honum var bara alveg sama. Var að vísu feginn að sjá mömmu aftur og orðinn þreyttur en samt glaður.

En best var samt þegar Harpa vinkona lét sjá sig, hann varð svo feginn að þekkja einhvern að hann réðist á hana og knúsaði og það var alveg yndislegt að sjá þau knúsast og kjassast með sínum hætti. Honum fannst samt skrítin húfan hennar.