Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

fimmtudagur, september 15, 2005

Það er svo erfitt að rífa kjaft þegar maður er edrú. Ég er orðin svakalegur kjúklingur með þetta, fyrir nokkrum árum gerði ég ekki annað en að ybba mig. En í dag get ég varla staðið með sjálfri mér þegar það er verið að valtra yfir mig á skítugum bomsunum. Og þetta er ekki gott, sérstaklega þar sem ég get ekki beðið neinn um að sjá um þetta tiltekna mál sem ég er að standa í núna. En bara það að skrifa eitt e-mail kemur mér til að svitna og skjálfa því ég vil ekki að neinn verði reiður eða að þetta verði meira vesin en það er. Þó það sé búið að segja mér að þetta sé minn réttur og allt það er ég samt ekkert smá smeyk við þetta allt saman. En þetta er þröskuldur sem ég þarf að yfirstíga einhverntíma og er til betri tími til þess en núna? Málið er að ég hélt að ég mætti byrja að vinna aftur og Karl kæmist inn á leikskólann en mér var sagt að sækja um vinnuna mína aftur og bent á umsóknareyðublöðin eða að sækja um á netinu...En ég vil halda því fram að ég sagði aldrei upp heldur fór ég í veikindafrí vegna grindargliðnunar þar svo í fæðingarorlof og svo barnseignarleyfi. Ég skrifaði allavega aldrei undir neitt uppsagnarbréf heldur kom ég með vottorð...En þangað til að ég fæ þetta uppsagnarbréf í hausinn held ég áfram að minnast þessa svona.
Að sjálfsögðu ef ég hef rétt fyrir mér er þetta kolólöglegt og gengur þvert á minn rétt sem starfsmaður en samt er það búið að taka mig hálfan mánuð að þora að gera eitthvað í þessu.