Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

föstudagur, september 16, 2005

Þá er það bara aðlögun á mánudagsmorgun. Ég efast ekki um að hann eigi eftir að fíla leikskólann, fullt af krökkum og dóti. Hann mun sparka mér út í síðasta lagi á miðvikudagsmorgun. En ég ætla nú að vera fyrirmyndarmóðir og mæta með myndavélina og taka nokkrar myndir af fyrsta deginum á leikskóla. Verst að maður hafi ekki átt almennilega myndavél þegar stelpurnar voru yngri... Maður fær hálfgert samviskubit yfir því hvað það eru til fáar myndir af þeim litlum.