Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

miðvikudagur, september 07, 2005

Eftir viku í stórborginni er svolítið erfitt að koma sér inn í rútínuna aftur. Ég er búin að vera heima í þrjá daga og er ekkert farin að gera af viti.
Í borginni héldum við upp á fyrsta afmælisdag snáðans okkar og buðum við nánum vinum og ættingjum í mat og köku.