Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

þriðjudagur, nóvember 30, 2004

Skipulagið gekk næstum upp. Ég hef komist að nýjum skapgerðarbresti hjá mér því að ég hræðist greinilega að klára hlutina og var því ekki við bætandi við fullkomnunaráráttuna og skipulagsáráttuna... En afi og amma eru orðin vel upplýst og það eru komin ljós í alla glugga hérna nema einn, allir fóru að sofa hreinir og fínir í hreinum rúmum nema við skötuhjúin -ég nennti ekki að skipta um á okkar rúmi, aðventukransinn er ekki tilbúinn ennþá og ekkert var bakað. Ég gafst upp rúmlega átta á sunnudagskvöldið og hætti og hef ekkert komist af stað aftur. Kannski ég þyrfti að gera ráð fyrir öllum þessum börnum mínum og pásum með reglulegu millibili í næsta skipulagi svo ég lendi ekki í þessum vandræðum næst. Og kannski leyfa öðrum að hjálpa til... Ég er svakaleg með þetta að gera hlutina "rétt" og ég geri mér alveg grein fyrir því en ég þoli ekki seríur ef þær eru illa settar upp.
En við fórum á jólahlaðborð á laugardeginum, var það í leiðinni svona nokkurn veginn "grandopening" hjá þeim Tóta og Láru og kom mér það svakalega á óvart hvað þeim hefur tekist að gera þetta hlýlegt og kósý. Ég bjóst ekki við að þetta hús gæti verið svona sætt að innan. Ég varð alveg veik fyrir burðarbitunum. En svo fengum við nú líka að borða þarna og ég fékk þennan líka góða svartfugl, ég sé ennþá eftir að hafa ekki stungið nokkrum ofan í veskið hennar Hörpu til að geta nartað í hérna heima. Svo var bara svo gaman en ég nennti ekki að vera á ballinu samt, brjóstin voru að springa og ég var komin með fráhvarfseinkenni í fangið. Enda þegar ég kom heim var Litli-Karl voða feginn því Gunnhildur var búin að reyna að troða einhverjum pela upp á hann en þegar maður er vanur því besta... Jónsi og Harpa voru samt áfram og skemmtu sér langt fram á nótt, hann skilaði sér ekki heim fyrr en um hálffjögur. En allavega verður farið þangað aftur ef maður bregður sér af bæ eina kvöldstund eða svo.

þriðjudagur, nóvember 23, 2004

Það er tæp vika í þann fyrsta í aðventu. Að því tilefni hef ég skipulagt þrifin, þeim sem þekkja mig ekki til mikillar furðu. Mér til mikillar gleði hef ég klárað skipulagið og get því farið að undirbúa mig fyrir framkvæmdina. Ástæðan fyrir því að ég birti það hér er tvenns konar, í fyrsta lagi þá hefur Jónsi tíma til að undirbúa sig alla vikuna og getur því skipulagt nám og annað svo hann geti fylgt þessu eftir og í annan stað get ég ekki bakkað með þetta eftir að þetta verður opinbert og þá er komin pressan sem ég þarf fyrst mamma er ekki á leiðinni. Mun hið guðdómlega skipulag hljóma svo: á laugardeginum 27.nóv munu allir gluggar, öll gólf, allar hillur og allt veggdót vera þrifið, pússað og bónað. Einnig verður öllum jólaljósum, s.s. aðventuljósum, jólastjörnum og ?seríum komið fyrir í gluggum heimilisins. Að því loknu verður gerð innrás í Hátúnið og gluggar teknir þar og seríur settar upp. Munum við hjónakornin svo skella okkur á jólahlaðborð um kvöldið og eiga rómantíska byrjun á aðventunni, bara tvö ein. Á sunnudeginum 28.nóv munum við stelpurnar byrja að baka og Jónsi sér um að yfirfara útiljósin og þegar dimma tekur munum við ganga um húsið og stinga öllu í samband og setjast svo við að gera aðventukransinn saman og kveikja á fyrsta kertinu. Og um kvöldið verður öllum smalað í bað og allir fara að sofa á skikkanlegum tíma, hreinir og fínir í hreinum rúmum.
Ohhh, ég get varla beðið... Bara vonandi að snjórinn haldist.

föstudagur, nóvember 19, 2004

Ég held í að ég sé ljóska í dulargerfi, svona án gríns, því ég var að fatta brandara úr Spaugstofunni núna rétt áðan. Og þetta er ekkert í fyrsta skiptið sem það tekur mig nokkra daga að fatta einhvern brandara. Og það er svolítið pínlegt að grenja úr hlátri þegar maður er bara einn að skúra eldhúsgólf, og það yfir vikugömlum húmor. En samt þetta er skárra en að nota sjampóprufur í andlitið á sér eða sleipiefni í hárið á sér.

miðvikudagur, nóvember 17, 2004

Ég vil byrja á því að biðjast afsökunar á því að hafa ekki skrifað seinni hlutann af ferðasögunni fyrr en núna. Ástæðan hefur verið sú að ég hef ekkert komist í tölvuna, því að tölvan var notuð í þeim tilgangi sem hún var keypt, sem þýðir að Jónsi var að læra.

Ferðasagan, seinni hluti.

Þegar ég var búin að borða kvöldmatinn heima hjá tengdapabba var hringt í mig og ég beðin um að drífa mig af stað. Ég þurfti að hitta fullt af fólki og gera fullt af hlutum, þar á meðal skutla Kidda heim eftir vinnuna. Það var svosem ágætt því þar hitti ég Kollu sem átti strák 27. ágúst og við gátum því farið að metast. Þegar sá slagur var búinn, sem við báðar unnum, þurfti Kiddi náttúrulega að næra sig og var farið á staðinn í Skeifunni sem sérhæfir sig í mexíkóskum mat. Ég hafði ekki áhuga á að borða þar. Seinna um kvöldið varð ég samt svöng og ákváðum við Elsa að panta pizzu. Var hringt í Domino's og pantað og strákurinn sem tók niður pöntunina var ekki að auðvelda mér þetta. Ég hélt hann væri að grínast þegar hann bauð mér "kjúklingakombó", fannst það svaka fyndið orð og hló eins og geðsjúklingur, en þegar ég sá framan í Elsu og heyrði þögnina hinum megin á línunni áttaði ég mig á því að þetta var ekki grín. Spurði ég þá hvað kjúklingakombó væri. Mér virðist sem það sé kjúklingur sem drepinn er, rétt skriðinn úr egginu, því þetta eru pínulitlir leggir og vængir. Ekki mikil fyndni í því.

Daginn eftir vaknaði ég galvösk og fór að taka mig til, pakka niður, yfirfara íbúðina nokkrum sinnum til að ganga úr skugga um að ég gleymdi örugglega ekki neinu, hringdi síðan í Salla klukkan hálf tíu, vegna þess að ég átti að vera mætt klukkan tíu út á flugvöll. Náði ég þá birni í bóli og rak á eftir honum. Þetta hefði getað gengið ef hann hefði ratað í Hafnarfirði og öll ljós hefðu ekki verið rauð á leiðinni. Meira að segja gönguljósin voru rauð. Mættum við út á flugvöll 20 mínútur yfir tíu, þegar 10 mínútur voru í brottför. Ég stóð við afgreiðsluborðið við a.m.k. fimm mínútur áður en ég fékk aðstoð. Kom þá stelpa og spurði mig hvort ég væri Hulda. Ég sagði svo vera og þá fór hún að skamma mig fyrir að mæta ekki á réttum tíma, ég ætti nefnilega að mæta hálftíma fyrir brottför, vélin væri nú lokuð og ég væri því búin að missa af henni. Þar sem ég hélt á barninu, með töskuna á milli fótanna og skiptitöskuna yfir öxlina hváði ég bara og spurði hvort ekki væri möguleiki að skella mér með þessu flugi. Hún sagði nei, ég þyrfti að borga breytingargjald og fara með næsta flugi. Svo benti hún mér að tala við aðra stelpu, hinum megin í salnum. Sú stelpa tók eftir því hve illa mér leið og hversu nálægt ég var því að fara að grenja og ákvað að breyta fluginu mínu án þess að ég þyrfti að borga breytingargjaldið. Sagði hún mér síðan að mætingin væri í það flug klukkan tólf því flogið væri klukkan hálf eitt. Þar sem ég stóð með barnið á handleggnum og allan farangur skipulega í kringum mig sagði ég henni það að þar sem ég væri bíllaus færi ég ekki neitt. Ég myndi bara setjast í teríuna og fá mér kaffi. Hún brosti og sagði já.

Sem betur fer var Bára frænka stödd á flugvellinum og gat haldið mér félagsskap í smástund og hitt litla-karl því hún var ekki búin að sjá hann. Gátum við spjallað um heima og geima, auk þess að hneykslast yfir vinnubrögðunum á þessum bæ. Við vorum búnar að sitja yfir kaffibollanum í hátt í klukkutíma þegar það dundi í hátalarakerfinu að farþegar til Egilsstaða væru vinsamlegast beðnir um að ganga um borð. Við litum hvor á aðra með undrun og ég stökk upp, hljóp að afgreiðsluborðinu og spurði hvort þetta væri vélin mín. "Þetta er upprunalega vélin sem þú áttir að fara með en misstir af. Við héldum að þú værir farin þannig að þú ert búin að missa af henni aftur." Ég var svo hissa og hneyksluð að það tók mig nokkrar mínútur að fatta að segja þeim að ég hefði sagst ekki ætla að fara neitt. Þá var bara brosað og sagt, "Ja, þú mætir bara aftur klukkan tólf." Ég endurtók þá að ég væri bíllaus með ungabarn og að ég kæmist ekki neitt. Klukkan tólf var Bára frænka farin, ég búin að skipta á stráknum allavega tvisvar og búin að gefa honum að drekka. Var þá tilkynnt í hátalarakerfinu að seinkun væri á fluginu til Egilsstaða og að seinkunin væri klukkutími. Sem þýðir að á miðvikudaginn fyrir viku síðan eyddi ég og nýfæddi sonur minn þremur klukkutímum á flugvellinum í Reykjavík, bara af því að fólkið í Flugfélaginu nennti ekki að vinna vinnuna sína og veita mér þjónustu.

Það sem mér finnst allsvakalegt með þessa sögu, búin að róa mig niður og geta séð hana nokkurn veginn með réttum augum, er að ég er skráð með ungabarn í flugið en þau ákveða samt að loka vélinni, meira en tíu mínútum fyrir brottför, án þess að gera nokkra tilraun til að ná í mig (þau voru með símanúmerið mitt) og athuga hvort ég væri á leiðinni. Skítt með það ef ég hefði bara verið ein á ferð, þá má alveg fokka planinu upp. En þegar ungabarn er með í spilinu eru þetta ótrúleg vinnubrögð, sérstaklega vegna þess að maður veit af mörgum sem hafa mætt jafnvel fimm mínútum fyrir brottför og fengið að fara með. Meira að segja er beðið eftir sumum og hinir látnir bíða. En ég komst heim á endanum.

laugardagur, nóvember 13, 2004

Sorry, en ég nenni ekki að skrifa seinni hlutann af ferðasögunni núna, enda er klukkan að ganga þrjú. En til að bæta skaðann læt ég inn mynd af mér þar sem ég klæðist sönnunargögnunum frá þessu stundarbrjálæði sem greip mig. En ég vil taka fram að þetta er bara partur af því sem ég festi kaup á...og það mjög lítill partur.

fimmtudagur, nóvember 11, 2004

Þá er maður komin heim aftur eftir að hafa skellt sér í smá menningarferð í höfuðborgina. Hér á eftir hafið þið ferðasögu húsmóður úti á landi. Áður en lestur hefst vil ég taka fram að ég var einu sinni borgardama með öllum þeim lystisemdum sem því fylgja. Þannig að ég ætti að kunna á klæki borgarbúa en aldeilis sem ég hefi gleymt þeim bellibrögðum...
Ég byrjaði á því stuttu eftir að ég lenti að fara í extrím meikóver til Kidda þar sem ég var klippt, plokkuð og lituð. Fyndið hvað mér líður alltaf illa á hárgreiðslustofum, mér finnst ég eitthvað svo litlaus miðað við þessar skvísur sem sitja út um alla stofu með álpappírinn í hárinu og í flottu tískufötunum. Ég gleymi því alltaf að það er "dresskód" inn á þessa fínustu staði bæjarins. En ég var ekki í flíspeysunni og ullarsokkunum, ég var í fína "dreifbýlistúttuátfittinu" mínu, gallabuxum og prjónapeysu, kuldaskónum og Didriksonsjakkanum mínum. Þannig sparaði ég Kidda helling af skömm með því að geyma flíspeysuna heima. En honum tókst nú að gera mig boðlega til höfuðsins allavega og gat látið sjá sig með mér úti meðal almennings.
Svo stímdum við á Kringluna, því maður telst ekki til landsbyggðarpakksins nema fara fyrst þangað þegar maður kemur í borgina. Þar var mér bannað að líta í áttina að barnafataverslunum enda tilgangurinn að kaupa jólafatnaðinn á húsmóðurina áður en lengra væri haldið. Við röltum um allar aðalpæjuverslanirnar sem mér virðist ekki selja fatnað undir 10.000 krónum en þar sem ég er með eindæmum hagsýn húsmóðir var ekkert keypt í þeim verslunum. Kiddi datt úr stuði. Við enduðum í Verómóda þar sem við skófluðum í körfuna heilum helling af fötum fyrir mig að máta. Þar fann ég þessa fínu dragt á tæpar 13.000 krónur sem mér finnst afrek í sjálfu sér miðað við að ég fór með tískulögguna mína með mér. Þegar maður er með hús fullt af börnum getur maður ekkert verið að eyða fúlgum í mann sjálfan. Eins og Kiddi réttilega benti mér á í einni pæjuversluninni, þar sem ég fékk andnauð vegna verðs á efnislitlum bol, að ég bý hinum megin á landinu og er orðin algjör húsmóðir. Maður nær nú þeim stimpli ekki nema fá alvarlega andnauð yfir ósiðsamlega efnislitlum bol sem kostar yfir 8.000 krónurnar.
En daginn eftir missti ég mig gjörsamlega í barnadeildinni í Hagkaup og vildi ég að ég hefði haft eins mikla sjálfsstjórn í þeirri verslunarferð... Áður en ég vissi af var karfan orðin full af fötum og allt í þríriti. Þrír bleikir Barbígallar, þrír rauðir kjólar, þrjár sokkabuxur, þrjú pör af spariskóm, þrír langerma bolir... Það er allt annað að versla á börnin en að versla á mann sjálfan. Ég hefði getað keypt miklu meira, en tengdó náði að yfirbuga mig. Og með einbeitingu og hörku tókst henni að beina mér að upplýsingaborðinu því ég lét senda mér þetta... (í póstkröfu) því ekki nennti ég að burðast með þetta allt í flugvélina. En þar sem ég var farin að skjálfa af næringarskorti þarna var ég ekkert að bíða eftir að vita hvað herlegheitin kostuðu heldur fékk ég mér pulsu og kók og yfirgaf svæðið sötrandi á kókglasinu. Þarna átti ég að fara heim til tengdapabba og slaka á og leggja mig bara í staðinn fyrir það sem ég gerði næst...
Ég ætlaði í dýpstu einlægni bara að fara í Rúmfó og kaupa mér efni í gardínur en villtist aðeins á leiðinni og rankaði við mér inni í Smáralind, nánar tiltekið Toppsjopp, búin að máta nokkrar gallabuxur og boli og var að biðja afgreiðslustelpuna um að senda mér þetta í póstkröfu. Sem hún og gerði líklegast þó ég sé ekki búin að fá þetta í hausinn ennþá. Eftir það fór ég á kaffihús og mér leið eins og ég ímynda mér að raðmorðingjum líður eftir að hafa stútað sínu öðru fórnarlambi. Sallaróleg pantaði ég mér kaffi og tók nokkur blöð til aflestrar, sötraði kaffið í rólegheitum meðan ég blaðaði í tímaritunum og skipulagði í huganum hvert förinni væri heitið næst. Sem betur fer rann af mér æðið þarna í rólegheitunum og ég áttaði mig á því hvað klukkan var orðin, fór og keypti í matinn í Nóatúni og rauk til tengdapabba til að elda lasagna.

En það dró heldur betur til tíðinda seinasta kvöldið og daginn minn í höfuðborginni, til að mynda ætlaði það ekki að ganga snurðulaust fyrir mig að komast heim. En meira um það á morgun því ég nenni ekki að skrifa meir...

laugardagur, nóvember 06, 2004

Ég er að herma eftir Ljúfu núna. Verð að vera "inn" því hún segir að allir séu að fylla svona lista út.

1) ever had a song written about you? Nei, ekki svo ég viti
2)what song makes you cry? Þessa dagana...mörg.
3) what song makes you happy? Ég heiti Mangi, stundum ég hangi...sungið af Sesselju.
4)
height ? 172cm
hair color ? Dökkbrúnn, þangað til að Kiddi kemst í hárið á mér. Þá má Guð vita?
eye color - Brúnn
piercings ? Er með 6 göt í eyrunum en nota 2 (var með fleiri í eyranu og í nefinu, augabrúninni og naflanum?)
tattoos ? já, sem ég teiknaði sjálf. Fiðrildi í tribalstíl
what are you wearing? Marglitum ullarsokkum, sem mamma var að gefa mér, gatslitnum rauðköflóttum náttbuxum og rauðri flíspeysu.
what song are you listening to? ? Ekki neitt en það voru auglýsingar um Nóatún rétt áðan í sjónvarpinu.
taste is in your mouth? Rjómakaramellur frá Góu.
whats the weather like? Kalt en fallegt.
how are you? Skítsæmileg, takk.
get motion sickness? Neibb, 7-9-13
have a bad habit? Kaffi og leti?fleiri ef mamma væri spurð að þessu?
get along with your parents? Jaa, við betri genagjafann já.
like to drive? Nei, læt oftast karlinn um það.
boyfriend ? Já, ógó sætan meira að segja.
girlfriend ? Já, eina svakalega góða og nokkrar fleiri góðar.
children? ? Já, slatta.
had a hard time getting over somone? Ha, nei, mér finnst ágætt að vera ofan á.
been hurt? Ég er klaufi og sé illa...hvað heldur þú?
your greatest regret? Já, á hverjum fimmtudegi að hafa ekki keypt víkingalottó.
your cd player has in it right now? Simon og Garfunkel- Gratest hits
if you were a crayon what color would you be? Bleikur
what makes you happy? Litla sæta fjölskyldan mín.
whats the next cd you're gonna get? Langar í Norah Jones...og fullt af fleirum.
seven things in your room? ? Rúm, náttborð, barnarúm, skrifborð, fartölva, lampi, bókahilla.
seven things to do before you die... ? Fara í heimsreisu, fá mér american cocker spaniel hund, vera heilbrigð, læra til arkitekts, búa úti í Suður-Frakklandi í ár, sjá börnin mín verða fullorðin, fá að sjá barnabörnin.
top seven things you say the most... ? Elskan, ókey, nenniru?, Jónsi, Dagbjört, Kolbrún, Sesselja
do you...
smoke? NEI! Hætti að reykja fyrir 10 vikum. *húrrafyrirmér*
do drugs? Nei, hætti þeim ósóma fyrir mörgum árum.
pray? Já, en ekki nógu oft.
have a job? Nei, er í fæðingarorlofi?
attend church? Nei, ekki eins og maður vildi.

have you ever...
been in love? Well, duuuh.
had a medical emergency? Jahh, þegar stórt er spurt?
had surgery? Já.
swam in the dark? Já, einu sinni í gömlu sundlauginni á Egs og svo heiti potturinn gamli á Reyðarfirði..
been to a bonfire? Já, ekki fyllerí í tjaldi öðruvísi?í gamla daga!
got drunk? Já, mig rámar nú eitthvað í það að röfla um að ég væri ekki alki...
ran away from home? Nokkrum sinnum með misgóðum árangri. Einu sinni voru ég og Bára frænka alveg búnar að gefast upp á þessari stjórnsemi í mæðrum okkar og pökkuðum niður í poka; appelsínum (ekki máttum við verða svangar á leiðinni) og klósettpappír (þarf ég að útskýra til hvers hann var ætlaður?) og rukum út. Við vorum með slæður bundnar um hausin eins og eldgamlar sveitajúnkur og slugsuðumst út með firði. Svo gátum við ekki farið nema kveðja ömmu, sem var að vinna í gamla pöntunarfjelaginu, og komum við hjá henni í leiðinni... Afi sótti okkur eftir skamma stund.
played strip poker? Já, nokkrum sinnum. Finnst þetta leiðinleg útgáfa af spilinu. Finnst peningaútgáfan miklu skemmtilegri því ég vinn alltaf.
gotten beat up? Já, nokkrum sinnum og áður en ég "fór í ruglið" barði ég aldrei til baka.
beaten someone up? Já, nokkrum sinnum eftir að ég "fór í ruglið" og skammast mín ennþá.
been on stage? Guð..ógeðslega hallærislegt ef þú ert ekki partur af prógrammet. Nei.
pulled an all nighter? Jájá.
been on radio or tv? Já, því miður. Kom einhverntíma fram í einhverju forvarnardæmi sem var sýnt á öllum stöðvum og í flestum skólum... Hundskammast mín.
been in a mosh pit? Hvað er það?
do you have any gay or lesbian friends? Já, nokkra. Ógeðslegt fólk...kynvillingar.

describe your...
first kiss ? Elti Jónsa um allt í Suðurhólunum og náði honum undir rúmi. Vorum 7 og 9 ára.
wallet ? Tómt.
coffee ? Kaffiblanda a la Jónsi. Special frá Bki og eitthvað annað?
shoes ? Sandalar eða kuldaskórnir sem amma keypti á Alicante?
cologne ? Nei, það telst til tíðinda þegar ég set slíkt á kroppinn.

in the last 24 hours you have...
cried ? Já, kemur æ oftar fyrir.
bought anything ? Já, fór í Bónus í gær.
gotten sick ? Nei.
sang ? Já, fyrir börnin..
been kissed ? Já, maðurinn minn og börnin mín eru dugleg við það.
felt stupid ? Já, algeng tilfinning.
talked to an ex ? Nei, til hvers?
talked to someone you have a crush on ? Já, manninn minn.
missed someone ? Já, sjálfs míns.
hugged someone ? Já, eða verið knúsuð.
Ég bara verð að setja þennan inn, ég hef hlegið að honum undanfarna daga. Bara fyndið.
Kiddi bróðir fór að tala um barnaefni sem sýnt var þegar við vorum ung og saklaus börn og það var til þess að ég rifjaði upp helling af góðum stundum fyrir framan imbann. Jú, einu sinni var ég ung og saklaus auk þess að vera með eindæmum fögur en nú er ég bara saklaus og fögur. Og ég á yndislegar bernskuminningar þar sem við fallegu börnin lágum í sófanum fyrir framan sjónvarpið og skemmtum okkur konunglega. Því vil ég koma með smá getraun. Það verða engin verðlaun veitt fyrir rétt svar og þeir sem "digga" það ekki geta bara farið í fýlu.
Hver getur sagt mér úr hvaða barnaefni þessi söngur er: "Velkomin í töfragluggan, velkomin í töfragluggan, velkomin í töfragluggan hjá henni Bellu." Og hvaða persóna brýndi sína íðilfögru rödd í þessum söng?

fimmtudagur, nóvember 04, 2004

Eins og þið sjáið er bara allt að gerast í bloggkrækjulistanum mínum...Brjálað. Bætti nokkrum valinkunnum eðalbloggurum inn enda uppfylltu þau öll inntökuskilyrði.
Ónei, netið er dottið út. Það er bara fyndið hvað ég fríkaði út í morgun þegar ég ætlaði að fara í tölvuna og netið var dottið út. Ég hafði nú hugsað mér gott til glóðarinnar og fara í tölvuna með góðri samvisku, því húsið er hreint og Kalli sofandi, saddur og sæll. Var búin að hugsa mér að hanga á netinu óáreitt. "Cannot find server" og enginn blogger, enginn póstur og ekkert barnaland. Í örvæntingu reyndi ég allt sem mér var ráðlagt á skjánum, en allt fyrir bí. Ég fann tárin bókstaflega þröngva sér fram í augnkrókana og ég stífnaði hægt og rólega frá mjóbaki og upp í hnakka. Ég hljóp fram í eldhús til að ná í símann og skjálfandi tókst mér að hringja í Áttahundruðsjöþúsund og ýta á þrjá fyrir bilanir og tvo fyrir internet og þá var mér tilkynnt af sjálfvirku símsvarakonunni að ég væri númer fimm í röðinni. Ég byrjaði að naga neglurnar, bölvaður ósiður sem ég hef aldrei áður tamið mér, meðan ég beið eftir að það kæmi að mér og rólega klassíska tónlistin náði aðeins að róa mig niður. Alla vega nóg til að sefja ekkan sem ég var komin með svo ég væri skiljanleg þegar loksins kæmi að mér. Sjálfvirka símsvarakonan kom aftur og tilkynnti mér að nú væri ég númer eitt og ég orðin þokkalega róleg bara, að mér sjálfri fannst. "Bilanir", sagði djúp og kynæsandi karlmannsrödd, alla vega fannst mér hún kynæsandi í morgun áður en netið komst í lag. "Er adsl-ið bilað á Eskifirði?", hálfgargaði ég á aumingja manninn sem átti ekki von á úttaugaðri húsmóður að austan. "Já, það er bilun...." Ég leyfði manninum ekkert að klára að útskýra hvað vandamálið væri því ég gjammaði þá:"hvenær verður það lagað?"
Ástæðan yfir þessu stressi var einföld: "hvað á ég þá að gera? Þarf ég semsagt að hanga með sjálfri mér, alein, þangað til að skólinn er búinn? Það eru margir klukkutímar þangað til..."

miðvikudagur, nóvember 03, 2004

Það er aldeilis að börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Ég á það til að stökkva upp og ákveða að við erum að fara út NÚNA og standa síðan tilbúin við útidyrnar og pirrast út í fjölskyldumeðlimi sem eru að klæða sig, sem að mínu mati tekur stundum ALLTOF langan tíma. Stundum gengur það svo langt að ég stend á garginu og skipa fyrir eins og herforingi: "í skóna!", "úlpan er á snaganum!" og "drífa sig, drífa sig!". Ég fengi aldrei verðlaun fyrir þolinmæði...né sanngirni. Mér finnst til dæmis börnin eigi ekki að borða nammi nema á laugardögum en þegar mig langar í nammi stelst ég inn í búr til að japla á einhverju súkkulaðistykki. Og þegar ég vil að hlutirnir séu gerðir þá á að gera hlutina strax. En ég hef fengið að finna hvernig það er að búa með svona manneskju núna seinustu tvo morgna. Fengið að bragða á eigin meðulum eins og sagt er...Og þau eru ekki góð.
Í gærmorgun stóð sú stutta fullklædd við útidyrnar, rétt upp úr átta, og rak á eftir mér. Þeir sem mig þekkja vita að ég er ekki morgunmanneskja, svo ég fegri sjálfa mig aðeins. Það þýðir ekkert að tala við mig fyrr en ég hef drukkið kaffi, og það helling af því. En hún var aldeilis þrjósk (hvaðan ætli hún hafi það?) því ég var spurð á mínútufresti:"ætlaru að klæða þig?", "af hverju ætlaru að fá þér kaffi?, "ertu búin með kaffið?" (ég var búin að fá einn sopa). Svo byrjaði hún að skipa mér fyrir: "farðu að klæða þig.", flýttu þér með kaffið", "komdu nú, ég þarf að fara á leikskólann". En mér var hætt að standa á sama þegar hún byrjaði að æsa sig og garga á mig: "ég er að verða sein á leikskólann!", "drífðu þig!" og "mamma, viltu koma núna!".
Í morgun náði ég að stoppa hana áður en hún klæddi sig í útifötin. Svo hélt ég henni á spjalli til að afvegaleiða hana rétt á meðan ég drakk helminginn af kaffinu í könnunni. Ég mætti almennilega vöknuð á leikskólann með barnið í dag...rétt fyrir morgunmatinn.

mánudagur, nóvember 01, 2004

Þegar ég og Jónsi fluttum svefnherbergið okkar niður vissum við að þörf væri á gardínum, sem ekki sæist í gegnum. Og þar sem heimilið okkar er með afbrigðum stílhreint er alls ekki sama hvernig gardínur við fáum fyrir þennan tiltekna glugga, sem btw snýr niður að aðalgötunni og félagsmiðstöð unglinganna. Við höfum diskóterað hvernig gardínur við eigum að fá okkur svo unglingarnir í bænum fari nú ekki að fjölmenna fyrir ofan félagsmiðstöðina í bið eftir einhverju fróðlegu að sjá. Það hefur alltaf hentað mér að notast við útilokunaraðferðina... Ég þoli ekki rimlagardínurþví er það þar með útrætt mál. Við munum ekki fá okkur þykkar og þungar velúrgardínur því það yrði svakalegasta stílbrot sem ég myndi á ævinni fremja. Bambusgardínurnar gömlu eru smart og feikilega skemmtileg lausn, svo maður skelli nú smá Völu Matt í þetta, en það er einn galli...það sést í gegn um þær. Felligardínur úr hvítu þykku efni er semsagt eina lausnin. Nú myndu margir samgleðjast okkur yfir ákvörðunartökunni og benda okkur á Rúmfó. Ég get sagt ykkur það strax í einu orði; nei. Gluggin minn er eins og eigandinn... Breiddin er slík að eigi fást fjöldaframleiddar gardínur sem eru budduvænar. Ef við ættum að eignast slíkan lúxus, sem gardínur sem loka útsýni misyndismanna inn í svefnherbergið eru, þyrftum við að láta sérútbúa slíkt apparat. Og mun það kosta okkur um 20.000 kr. aðeins... Ég hef alvarlega pælt í að skella bara þykku laki í gluggann.