Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

föstudagur, september 30, 2005

Svo ég fari nú aðeins að röfla aftur, eruði ekki annars komin með fráhvarfseinkenni frá því hjá mér? Þá er ákveðið að taka einhvurslags lán í vor til að fjármagna nauðsynlegt viðhald og viðbyggingu hússins okkar. Ég hef verið að velta þessu fyrir mér fram og til baka og það lítur út fyrir að, sé tekið tillits til alls, það sé hagstæðast fyrir okkur að byggja við og laga húsið en að kaupa okkur nýtt. En þar sem ég er með straxveikina góðu er ég viðþolslaus að bíða eftir vorinu, veturinn ekki almennilega byrjaður, og sé fyrir mér allar breytingar í hyllingum. Það liggur við að ég gangi á þá veggi sem ég hef ákveðið að fái að fjúka.