Þetta er alveg týpískt að um leið og ég fer að vinna þá veikjast börnin. Ég er semsagt heima núna með Karl og Sesselju, hann er með slæmt kvef og hita og hún grét af sársauka yfir verk í eyranu. Nú er ég að bíða eftir að heilsugæslan opni fyrir símann svo ég geti beðið Hannes um að kíkja á þau. En ég hef fengið lungnabólgu og eyrnabólgu þannig að ég get alveg skilið hvað þau eru pirruð og lítil í sér núna. Það er hryllilega sárt að vera með í eyrunum og það er svo hræðilega óþægilegt að geta ekki andað almennilega.
Ég vona bara að það verði skipt um dvd-diska með reglulegu millibili í dag, ég er ekki svo viss um að ég nenni að hlusta á Bangsímon og Frílinn í þúsundasta skiptið.
Ég vona bara að það verði skipt um dvd-diska með reglulegu millibili í dag, ég er ekki svo viss um að ég nenni að hlusta á Bangsímon og Frílinn í þúsundasta skiptið.
<< Home