Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

miðvikudagur, september 28, 2005

Hverjum þykja ekki mismæli skemmtileg?
Ég hef löngum gert grín að Gunnu frænku fyrir málsháttanotkun en hún blandar öllum málsháttum og spakmælum saman. Til dæmis stekkur henni ekki bros á brún. Nema í gær las ég eitt æðislegasta mismæli sem ég hef lengi séð... Þannig er málum í vexti. En ég er ekkert skárri þar sem ég talaði nokkrum sinnum um að skerast í hópinn.