Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

föstudagur, september 09, 2005

Ég er orðin forfallinn skrappahólik...
Mig klæjar bókstaflega í fingurnar ef ég sé sætar myndir eða flottan pappír. Ég var að taka saman myndir til að senda Hans til framköllunar og þeir eru með svona tilboð miðað við fjölda mynda sem maður sendir...ég er í ódýrasta pakkanum svo ég segi ekki alveg hversu margar myndir þetta voru sem ég tók saman. En ég er að fá hverja mynd rosa ódýrt og svo þegar fram í sækir eru þetta ómetanlegar minningar og þar með er réttlætingin komin. Og ég skrappa ekkert úr öllum myndunum, sumar fara í venjuleg albúm. En ég er búin að fylla á (bæta inn í plöstum undir nýjar síður) skrappalbúmið mitt þrisvar og ég get ekki fyllt meir á það þannig að ég keypti mér nýtt albúm og vinkona mín er að panta annað fyrir mig á netinu. Og ég veit að þau verða orðin full áður en veturinn er liðinn. En ég á mér þó áhugamál og það er nú ekki slæmt...og ef þið viljið skoða þá er krækja á föndursíðuna mína hérna til hægri og ekki gleyma að kvitta í gestabókina.