Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

þriðjudagur, september 27, 2005

Ég hef verið "klukkuð" aftur! Er það ekki bannað? Ég get svosum alveg gefið ykkur fleiri gagnslausar upplýsingar um mig fyrst þið endilega viljið...
1. Þegar ég var krakki langaði mig til að vera einn af krökkunum í Ævintýrabókunum eftir Enid Blyton.
2. Ég er hrottalega óþolinmóð og þjáist reglulega af straxveiki með líkamlegum jafnt sem andlegum verkjum.
3. Mig langar í hund.
4. Ég gæti hæglega farið á hausinn ef ég væri með visakort.
5. Ég bý ekki yfir neinum viljastyrk heldur hef ég áorkað öllu með pjúra þrjósku.