Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

sunnudagur, september 18, 2005

Jæja, í fyrramálið er fyrsti dagur Karls á leikskólanum. Og ég verð nú að viðurkenna að það er að koma smá kvíði og spenna í mig. Hvað ef honum líkar ekki hamagangurinn? Hvað ef hann verður svo strax veikur? Hvað ef hann verður bitinn eða bítur? Hvað ef og hvað ef....Þetta verður samt örugglega ekkert mál en þið vitið hvernig ég er. Ef ég hef ekki áhyggjur af einhverju er ég örugglega lasin.