Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

fimmtudagur, nóvember 04, 2004

Ónei, netið er dottið út. Það er bara fyndið hvað ég fríkaði út í morgun þegar ég ætlaði að fara í tölvuna og netið var dottið út. Ég hafði nú hugsað mér gott til glóðarinnar og fara í tölvuna með góðri samvisku, því húsið er hreint og Kalli sofandi, saddur og sæll. Var búin að hugsa mér að hanga á netinu óáreitt. "Cannot find server" og enginn blogger, enginn póstur og ekkert barnaland. Í örvæntingu reyndi ég allt sem mér var ráðlagt á skjánum, en allt fyrir bí. Ég fann tárin bókstaflega þröngva sér fram í augnkrókana og ég stífnaði hægt og rólega frá mjóbaki og upp í hnakka. Ég hljóp fram í eldhús til að ná í símann og skjálfandi tókst mér að hringja í Áttahundruðsjöþúsund og ýta á þrjá fyrir bilanir og tvo fyrir internet og þá var mér tilkynnt af sjálfvirku símsvarakonunni að ég væri númer fimm í röðinni. Ég byrjaði að naga neglurnar, bölvaður ósiður sem ég hef aldrei áður tamið mér, meðan ég beið eftir að það kæmi að mér og rólega klassíska tónlistin náði aðeins að róa mig niður. Alla vega nóg til að sefja ekkan sem ég var komin með svo ég væri skiljanleg þegar loksins kæmi að mér. Sjálfvirka símsvarakonan kom aftur og tilkynnti mér að nú væri ég númer eitt og ég orðin þokkalega róleg bara, að mér sjálfri fannst. "Bilanir", sagði djúp og kynæsandi karlmannsrödd, alla vega fannst mér hún kynæsandi í morgun áður en netið komst í lag. "Er adsl-ið bilað á Eskifirði?", hálfgargaði ég á aumingja manninn sem átti ekki von á úttaugaðri húsmóður að austan. "Já, það er bilun...." Ég leyfði manninum ekkert að klára að útskýra hvað vandamálið væri því ég gjammaði þá:"hvenær verður það lagað?"
Ástæðan yfir þessu stressi var einföld: "hvað á ég þá að gera? Þarf ég semsagt að hanga með sjálfri mér, alein, þangað til að skólinn er búinn? Það eru margir klukkutímar þangað til..."