Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

föstudagur, nóvember 19, 2004

Ég held í að ég sé ljóska í dulargerfi, svona án gríns, því ég var að fatta brandara úr Spaugstofunni núna rétt áðan. Og þetta er ekkert í fyrsta skiptið sem það tekur mig nokkra daga að fatta einhvern brandara. Og það er svolítið pínlegt að grenja úr hlátri þegar maður er bara einn að skúra eldhúsgólf, og það yfir vikugömlum húmor. En samt þetta er skárra en að nota sjampóprufur í andlitið á sér eða sleipiefni í hárið á sér.