Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

laugardagur, nóvember 06, 2004

Kiddi bróðir fór að tala um barnaefni sem sýnt var þegar við vorum ung og saklaus börn og það var til þess að ég rifjaði upp helling af góðum stundum fyrir framan imbann. Jú, einu sinni var ég ung og saklaus auk þess að vera með eindæmum fögur en nú er ég bara saklaus og fögur. Og ég á yndislegar bernskuminningar þar sem við fallegu börnin lágum í sófanum fyrir framan sjónvarpið og skemmtum okkur konunglega. Því vil ég koma með smá getraun. Það verða engin verðlaun veitt fyrir rétt svar og þeir sem "digga" það ekki geta bara farið í fýlu.
Hver getur sagt mér úr hvaða barnaefni þessi söngur er: "Velkomin í töfragluggan, velkomin í töfragluggan, velkomin í töfragluggan hjá henni Bellu." Og hvaða persóna brýndi sína íðilfögru rödd í þessum söng?