Skipulagið gekk næstum upp. Ég hef komist að nýjum skapgerðarbresti hjá mér því að ég hræðist greinilega að klára hlutina og var því ekki við bætandi við fullkomnunaráráttuna og skipulagsáráttuna... En afi og amma eru orðin vel upplýst og það eru komin ljós í alla glugga hérna nema einn, allir fóru að sofa hreinir og fínir í hreinum rúmum nema við skötuhjúin -ég nennti ekki að skipta um á okkar rúmi, aðventukransinn er ekki tilbúinn ennþá og ekkert var bakað. Ég gafst upp rúmlega átta á sunnudagskvöldið og hætti og hef ekkert komist af stað aftur. Kannski ég þyrfti að gera ráð fyrir öllum þessum börnum mínum og pásum með reglulegu millibili í næsta skipulagi svo ég lendi ekki í þessum vandræðum næst. Og kannski leyfa öðrum að hjálpa til... Ég er svakaleg með þetta að gera hlutina "rétt" og ég geri mér alveg grein fyrir því en ég þoli ekki seríur ef þær eru illa settar upp.
En við fórum á jólahlaðborð á laugardeginum, var það í leiðinni svona nokkurn veginn "grandopening" hjá þeim Tóta og Láru og kom mér það svakalega á óvart hvað þeim hefur tekist að gera þetta hlýlegt og kósý. Ég bjóst ekki við að þetta hús gæti verið svona sætt að innan. Ég varð alveg veik fyrir burðarbitunum. En svo fengum við nú líka að borða þarna og ég fékk þennan líka góða svartfugl, ég sé ennþá eftir að hafa ekki stungið nokkrum ofan í veskið hennar Hörpu til að geta nartað í hérna heima. Svo var bara svo gaman en ég nennti ekki að vera á ballinu samt, brjóstin voru að springa og ég var komin með fráhvarfseinkenni í fangið. Enda þegar ég kom heim var Litli-Karl voða feginn því Gunnhildur var búin að reyna að troða einhverjum pela upp á hann en þegar maður er vanur því besta... Jónsi og Harpa voru samt áfram og skemmtu sér langt fram á nótt, hann skilaði sér ekki heim fyrr en um hálffjögur. En allavega verður farið þangað aftur ef maður bregður sér af bæ eina kvöldstund eða svo.
En við fórum á jólahlaðborð á laugardeginum, var það í leiðinni svona nokkurn veginn "grandopening" hjá þeim Tóta og Láru og kom mér það svakalega á óvart hvað þeim hefur tekist að gera þetta hlýlegt og kósý. Ég bjóst ekki við að þetta hús gæti verið svona sætt að innan. Ég varð alveg veik fyrir burðarbitunum. En svo fengum við nú líka að borða þarna og ég fékk þennan líka góða svartfugl, ég sé ennþá eftir að hafa ekki stungið nokkrum ofan í veskið hennar Hörpu til að geta nartað í hérna heima. Svo var bara svo gaman en ég nennti ekki að vera á ballinu samt, brjóstin voru að springa og ég var komin með fráhvarfseinkenni í fangið. Enda þegar ég kom heim var Litli-Karl voða feginn því Gunnhildur var búin að reyna að troða einhverjum pela upp á hann en þegar maður er vanur því besta... Jónsi og Harpa voru samt áfram og skemmtu sér langt fram á nótt, hann skilaði sér ekki heim fyrr en um hálffjögur. En allavega verður farið þangað aftur ef maður bregður sér af bæ eina kvöldstund eða svo.
<< Home