Ég hef aldrei verið dugleg við að þrífa bílana sem ég hef átt og þessi sjö manna þrususkutla okkar núna er enginn undantekning. En áðan bakkaði ég á ljósastaur, eða öllu heldur kyssti bíllinn staurinn því ég var ekki á neinum hraða og staurinn ekki heldur. Ef ég hefði verið búin að þrífa bílinn hefði komið rispa á lakkið en þar sem það var þykkt lag af ryki og tjöru á bílnum skaðaði þetta lakkið á bílnum ekki neitt. Þess vegna hef ég komist að þeirri niðurstöðu að óhreinir bílar eru með rispuvörn sem virkar.
mánudagur, september 25, 2006
sunnudagur, september 17, 2006
Það er loksins komin ný dagbókarfærsla á síðuna hjá krökkunum okkar... ég skammast mín niður í tær því seinasta færsla var í maí og þá lofaði ég að skrifa vikulega. Og svo setti ég inn nýjar myndir af sundmótinu hjá tvillunum í byrjun september. En myndavesinið okkar er vegna þess að Kalli fór í handbolta með myndavélina okkar og við erum myndavélalaus í augnablikinu. Það er semsagt ekki mér að kenna...algjörlega.
laugardagur, september 16, 2006
Þegar ég byrjaði að blogga gerði ég mér ekki grein fyrir að fólk myndi virkilega lesa þetta röfl í mér. Ég er alltaf að sjá það betur og betur að það er fullt af fólki sem er að fylgjast með mér í gegnum bloggið mitt. Alveg ótrúlegasta fólk meira að segja. Ég er ekki að segja að það sé slæmt, alls ekki, mér hlýnar um hjartaræturnar þegar ég fæ komment frá einhverjum óvæntum gestum... og þá er ég ekki að tala um útlendingana sem eru að fylla gestabókina mína með einhverju bulli sem enginn skilur heldur löngu týnda ættingja eða vini. Mér finnst gott að vita til þess að það sé verið að fylgjast með mér og þegar ég tala um mikilvæga hluti eða uppgötva eitthvað merkilegt fæ ég klapp á bakið frá þeim. Það er gott.
föstudagur, september 15, 2006
Ef vinnudagurinn hefur verið hræðilegur prófaðu þá þetta:
Farðu í apótek á leiðinni heim og kauptu Johnson & Johnson hitamæli,
enga aðra tegund.
Þegar þú ert komin/n heim lokaðu þá að þér, dragðu gluggatjöldin fyrir
og taktu símann úr sambandi.
Farðu í mjög þægileg föt, t.d. íþróttagalla, og leggstu upp í rúmið
þitt.
Opnaðu pakkann og settu mælinn varlega á náttborðið. Taktu bæklinginn
sem fylgir og lestu hann.
Þú munt sjá að neðst stendur með litlum stöfum : Allir endaþarmsmælar
frá Johnson & Johnson fyrirtækinu eru persónulega prófaðir.
Lokaðu nú augunum og segðu upphátt :
" Eg gleðst af öllu hjarta yfir því að ég vinn ekki á prófanadeildinni
hjá Johnson & Johnson fyrirtækinu." Endurtaktu þetta fjórum sinnum.
Hafðu það svo gott og mundu að það er alltaf einhver sem er í verra
starfi en þú.
Farðu í apótek á leiðinni heim og kauptu Johnson & Johnson hitamæli,
enga aðra tegund.
Þegar þú ert komin/n heim lokaðu þá að þér, dragðu gluggatjöldin fyrir
og taktu símann úr sambandi.
Farðu í mjög þægileg föt, t.d. íþróttagalla, og leggstu upp í rúmið
þitt.
Opnaðu pakkann og settu mælinn varlega á náttborðið. Taktu bæklinginn
sem fylgir og lestu hann.
Þú munt sjá að neðst stendur með litlum stöfum : Allir endaþarmsmælar
frá Johnson & Johnson fyrirtækinu eru persónulega prófaðir.
Lokaðu nú augunum og segðu upphátt :
" Eg gleðst af öllu hjarta yfir því að ég vinn ekki á prófanadeildinni
hjá Johnson & Johnson fyrirtækinu." Endurtaktu þetta fjórum sinnum.
Hafðu það svo gott og mundu að það er alltaf einhver sem er í verra
starfi en þú.
þriðjudagur, september 12, 2006
Það er þriðjudagur, sem þýðir að ég fer í kirkjuna í kvöld að athuga með þetta 12 þrepa námskeið. Ég hlakka bara til að fara aðeins að taka til í sjálfri mér. Ég tók þá ákvörðun á Vogi að þetta hálfkák mitt er ekki að virka og þó ég sé með hús fullt af börnum þarf ég ekki að láta sjálfa mig alltaf mæta afgangi. Ég get ekkert gefið af mér ef það er ekkert að gefa...
Ég var að horfa á RÚV í fyrrakvöl og það var einhver heimildarþáttur um hryðjuverkin í NY þann 9/11. Alveg stórmerkilegur þáttur svosem en Ameríkanar og drama geta stundum komið af stað hjá mér velgju. Það sem stendur mest upp úr þessum þætti er samt myndin af manninum sem stökk. Hversu örvæntingarfullur þarf maður að vera til að stökkva af 109. hæð? Kannski vissi hann að hann væri hvort eð er dauðadæmdur, reykurinn og eldurinn var svo svakalegur að það var ekki líft á þessum efstu hæðum byggingarinnar. Það var svosum ekkert þessi eini maður sem stökk en það náðist alveg mergjuð mynd af honum þar sem hann sveif niður, það leit út fyrir að hann væri sáttur við Guð og menn... Þó mig langi ekki til að deyja strax og hvað þá svona hryllilegum dauðdaga langar mig að deyja sátt við Guð og menn.
laugardagur, september 09, 2006
Og svo ég haldi áfram að monta mig... Stóru stelpurnar mínar voru að taka þátt í sínu fyrsta sundmóti í dag. Það er nú ekki raðað í sæti fyrir svona ungt en það fengu allir viðurkenningu. Þær syntu báðar 25m skriðsund og 50m bringusund og þær kláruðu það nú alveg með pompi og pragt, segi ég af algjöru hlutleysi.
fimmtudagur, september 07, 2006
Mig langar aðeins að monta mig af manninum mínum. Hann er í fjarnámi hjá KHÍ og var í stærðfræðiprófi um daginn og varð laaang hæstur af öllum. Hann fékk 9,5 meðan allir hinir voru með í kringum 5 en næst hæsti var með 6,0. Segiði síðan að ég kunni ekki að velja mér menn til undaneldis.
laugardagur, september 02, 2006
Ég fór í aðgerð og var svæfð. Þegar það gerist hjá alkóhólista getur farið af stað fíkn og þar sem ég er nú óvirkur fíkill ákvað ég ekkert að vera að ögra því ferli og fór inn á Vog. Eða sko, ég fór en sponsinn minn ákvað að ég færi. Það er alveg merkilegt hvað ég get tekið edrúmennskuna mína sem sjálfsögðum hlut. Í sirka tvö ár, kannski skemur, hef ég bara verið á fundum og það meira að segja óreglulega á fundum. Og svo ekkert meir. Bara haldið að mér væri næstum því alveg batnað.
Fyrir ykkur sem ekki eru að skilja alkóhólisma get ég reynt að útskýra það eins og sykursýki. Ef þú ert sykursjúkur þarftu að sprauta þig með insúlíni (fundir) reglulega en það þarf líka að mæla sykurinn í blóðinu reglulega sem og fylgjast með mataræðinu og hreyfa sig. Það gengur ekki fyrir sykursjúkann mann að éta það sem hann langar í alltaf og nota svo sprauturnar sem "fix" ef hann ætlar ekki að versna af sykursýkinni eða standa í stað. En í raun er sykursýki miklu auðveldari sjúkdómur en alkóhólismi því alkóhólisminn er þrískiptur og krónískur.
Hann er andlegur, líkamlegur og félagslegur og maður er alltaf með hann. Þannig að til að ná bata þarf ég að huga að mér andlega, líkamlega og félagslega. Félagslega er ég í mjög góðum málum, þið hin sem eruð ekki alkar takið vinnuna ykkar, heimilum ykkar, fjölskyldu ykkar og vinum sem sjálfsögðum hlut. Enda er ekkert mál að halda þessum hlutum í lagi ef þú ert ekki alki. En ef þú ert alki eins og ég þá er það heljarinnar átak og sigur í rauninni að eignast heimili, fjölskyldu og vini og halda vinnu. Og það tekst ekki hjá okkur ölkunum ef við erum í neyslu (hvort sem það er áfengi eða eitthvað annað). Allavega tókst mér aldrei að halda þessum hlutum í lagi þegar ég var í neyslu, hvað þá öllum í einu. Líkamlega er ég ekkert í slæmum málum heldur því það tekur heilann tvö ár að hreinsast eftir neyslu. Þegar ég segi hreinsast meina ég að boðefnabúskapur heilans er kominn í það lag sem hann á að vera í. Ef þú ert með þunglyndi ennþá eftir tveggja ára edrúmennsku er það vegna þess að þú ert með það gen í þér fyrir neyslu. Ef þú ert með athyglisbrest (ekki ADHD samt) og átt erfitt með að einbeita þér áttir þú það til líka áður en þú byrjaðir í neyslu og svo framvegis og svo framvegis. Þannig að heilinn á mér á að vera kominn í lag þó ég sé með þunglyndi, ég væri með það hvort sem ég væri alki eður ei. Vefjagigtin mín er þó að hluta til neyslunni að kenna. Hún er afleiðing af áralangri óreglu og lélegu mataræði. Vefjagigtin var samt í genunum á mér þannig að ég hefði hvort eð er fengið hana en ég hefði fengið hana seinna. Andlega er ég í tómu tjóni. Þessi sjúkdómur er nefnilega lævís og óútreiknanlegur og byrjar alltaf að selja okkur lygar sem við alkar gleypum hráar. "Ég er nú búin að vera edrú svo lengi...ég hlýt að geta fengið mér einn öllara" er ein algengasta lyginn en áður en að henni kemur eru fullt af litlum lygum búnar að hreiðra um sig í kollinum á manni. Og eins og ég sagði áður, ég hef bara verið að fara á fundi, sem þýðir að það er troðfullt af litlum lygum sem ég þarf að fara að henda út. Ég þarf að fara að gera þessa litlu hluti sem halda mér edrú. Það er flókið að vera alki en lausnin er kannski ekkert svo flókin því hún er í AA-bókinni. Og ef maður les hana og fer eftir því sem stendur þar, svart á hvítu, þá hefst bataferlið.
1. Við viðurkennum vanmátt okkar gegn áfengi og að okkur var orðið um megn að stjórna eigin lífi.
2. Við fórum að trúa, að æðri máttur gæti gert okkur heilbrigð að nýju.
3. Við tókum þá ákvörðun að leita Guðs og láta vilja okkar og líf lúta handleiðslu hans, samkvæmt skilningi okkar á honum.
4. Við gerðum rækilega og óttalaust siðferðileg reikningsskil í lífi okkar.
5. Við játuðum afdráttarlaust fyrir Guði, sjálfum okkur og trúnaðarmanni yfirsjónir okkar.
6. Við vorum þess albúin að láta Guð lækna allar okkar skapgerðarveilur.
7. Við báðum Guð í auðmýkt að losa okkur við brestina.
8. Við skráðum misgjörðir okkar gegn náunganum og vorum fús til að bæta fyrir þær.
9. Við bættum brot okkar milliliðalaust, svo framarlega sem það særði engan.
10. Við iðkuðum stöðuga sjálfsrannsókn og þegar út af bar, viðurkenndum yfirsjónir okkar undanbragðalaust.
11. Við leituðumst við með bæn og hugleiðslu, að styrkja vitundarsamband okkar við Guð, samkvæmt skilningi okkar á honum, og báðum um skilning á því sem okkur var fyrir bestu og mátt til að framkvæma það.
12. Við fundum, að sá árangur, sem náðist með hjálp reynslusporanna, vat andleg vakning og þess vegna reyndum við að flytja öðrum alkóhólistum þennan boðskap og fylgja þessum meginreglum í lífi okkar og starfi.
Þetta er það sem ég er að vinna að núna og ég trúi því að þessi vetur verði ekkert mál.
Fyrir ykkur sem ekki eru að skilja alkóhólisma get ég reynt að útskýra það eins og sykursýki. Ef þú ert sykursjúkur þarftu að sprauta þig með insúlíni (fundir) reglulega en það þarf líka að mæla sykurinn í blóðinu reglulega sem og fylgjast með mataræðinu og hreyfa sig. Það gengur ekki fyrir sykursjúkann mann að éta það sem hann langar í alltaf og nota svo sprauturnar sem "fix" ef hann ætlar ekki að versna af sykursýkinni eða standa í stað. En í raun er sykursýki miklu auðveldari sjúkdómur en alkóhólismi því alkóhólisminn er þrískiptur og krónískur.
Hann er andlegur, líkamlegur og félagslegur og maður er alltaf með hann. Þannig að til að ná bata þarf ég að huga að mér andlega, líkamlega og félagslega. Félagslega er ég í mjög góðum málum, þið hin sem eruð ekki alkar takið vinnuna ykkar, heimilum ykkar, fjölskyldu ykkar og vinum sem sjálfsögðum hlut. Enda er ekkert mál að halda þessum hlutum í lagi ef þú ert ekki alki. En ef þú ert alki eins og ég þá er það heljarinnar átak og sigur í rauninni að eignast heimili, fjölskyldu og vini og halda vinnu. Og það tekst ekki hjá okkur ölkunum ef við erum í neyslu (hvort sem það er áfengi eða eitthvað annað). Allavega tókst mér aldrei að halda þessum hlutum í lagi þegar ég var í neyslu, hvað þá öllum í einu. Líkamlega er ég ekkert í slæmum málum heldur því það tekur heilann tvö ár að hreinsast eftir neyslu. Þegar ég segi hreinsast meina ég að boðefnabúskapur heilans er kominn í það lag sem hann á að vera í. Ef þú ert með þunglyndi ennþá eftir tveggja ára edrúmennsku er það vegna þess að þú ert með það gen í þér fyrir neyslu. Ef þú ert með athyglisbrest (ekki ADHD samt) og átt erfitt með að einbeita þér áttir þú það til líka áður en þú byrjaðir í neyslu og svo framvegis og svo framvegis. Þannig að heilinn á mér á að vera kominn í lag þó ég sé með þunglyndi, ég væri með það hvort sem ég væri alki eður ei. Vefjagigtin mín er þó að hluta til neyslunni að kenna. Hún er afleiðing af áralangri óreglu og lélegu mataræði. Vefjagigtin var samt í genunum á mér þannig að ég hefði hvort eð er fengið hana en ég hefði fengið hana seinna. Andlega er ég í tómu tjóni. Þessi sjúkdómur er nefnilega lævís og óútreiknanlegur og byrjar alltaf að selja okkur lygar sem við alkar gleypum hráar. "Ég er nú búin að vera edrú svo lengi...ég hlýt að geta fengið mér einn öllara" er ein algengasta lyginn en áður en að henni kemur eru fullt af litlum lygum búnar að hreiðra um sig í kollinum á manni. Og eins og ég sagði áður, ég hef bara verið að fara á fundi, sem þýðir að það er troðfullt af litlum lygum sem ég þarf að fara að henda út. Ég þarf að fara að gera þessa litlu hluti sem halda mér edrú. Það er flókið að vera alki en lausnin er kannski ekkert svo flókin því hún er í AA-bókinni. Og ef maður les hana og fer eftir því sem stendur þar, svart á hvítu, þá hefst bataferlið.
1. Við viðurkennum vanmátt okkar gegn áfengi og að okkur var orðið um megn að stjórna eigin lífi.
2. Við fórum að trúa, að æðri máttur gæti gert okkur heilbrigð að nýju.
3. Við tókum þá ákvörðun að leita Guðs og láta vilja okkar og líf lúta handleiðslu hans, samkvæmt skilningi okkar á honum.
4. Við gerðum rækilega og óttalaust siðferðileg reikningsskil í lífi okkar.
5. Við játuðum afdráttarlaust fyrir Guði, sjálfum okkur og trúnaðarmanni yfirsjónir okkar.
6. Við vorum þess albúin að láta Guð lækna allar okkar skapgerðarveilur.
7. Við báðum Guð í auðmýkt að losa okkur við brestina.
8. Við skráðum misgjörðir okkar gegn náunganum og vorum fús til að bæta fyrir þær.
9. Við bættum brot okkar milliliðalaust, svo framarlega sem það særði engan.
10. Við iðkuðum stöðuga sjálfsrannsókn og þegar út af bar, viðurkenndum yfirsjónir okkar undanbragðalaust.
11. Við leituðumst við með bæn og hugleiðslu, að styrkja vitundarsamband okkar við Guð, samkvæmt skilningi okkar á honum, og báðum um skilning á því sem okkur var fyrir bestu og mátt til að framkvæma það.
12. Við fundum, að sá árangur, sem náðist með hjálp reynslusporanna, vat andleg vakning og þess vegna reyndum við að flytja öðrum alkóhólistum þennan boðskap og fylgja þessum meginreglum í lífi okkar og starfi.
Þetta er það sem ég er að vinna að núna og ég trúi því að þessi vetur verði ekkert mál.