Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

föstudagur, september 15, 2006

Ef vinnudagurinn hefur verið hræðilegur prófaðu þá þetta:
Farðu í apótek á leiðinni heim og kauptu Johnson & Johnson hitamæli,
enga aðra tegund.
Þegar þú ert komin/n heim lokaðu þá að þér, dragðu gluggatjöldin fyrir
og taktu símann úr sambandi.
Farðu í mjög þægileg föt, t.d. íþróttagalla, og leggstu upp í rúmið
þitt.
Opnaðu pakkann og settu mælinn varlega á náttborðið. Taktu bæklinginn
sem fylgir og lestu hann.
Þú munt sjá að neðst stendur með litlum stöfum : Allir endaþarmsmælar
frá Johnson & Johnson fyrirtækinu eru persónulega prófaðir.
Lokaðu nú augunum og segðu upphátt :
" Eg gleðst af öllu hjarta yfir því að ég vinn ekki á prófanadeildinni
hjá Johnson & Johnson fyrirtækinu." Endurtaktu þetta fjórum sinnum.

Hafðu það svo gott og mundu að það er alltaf einhver sem er í verra
starfi en þú.