Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

laugardagur, september 09, 2006

Og svo ég haldi áfram að monta mig... Stóru stelpurnar mínar voru að taka þátt í sínu fyrsta sundmóti í dag. Það er nú ekki raðað í sæti fyrir svona ungt en það fengu allir viðurkenningu. Þær syntu báðar 25m skriðsund og 50m bringusund og þær kláruðu það nú alveg með pompi og pragt, segi ég af algjöru hlutleysi.