Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

sunnudagur, september 17, 2006

Það er loksins komin ný dagbókarfærsla á síðuna hjá krökkunum okkar... ég skammast mín niður í tær því seinasta færsla var í maí og þá lofaði ég að skrifa vikulega. Og svo setti ég inn nýjar myndir af sundmótinu hjá tvillunum í byrjun september. En myndavesinið okkar er vegna þess að Kalli fór í handbolta með myndavélina okkar og við erum myndavélalaus í augnablikinu. Það er semsagt ekki mér að kenna...algjörlega.