Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

laugardagur, september 16, 2006

Þegar ég byrjaði að blogga gerði ég mér ekki grein fyrir að fólk myndi virkilega lesa þetta röfl í mér. Ég er alltaf að sjá það betur og betur að það er fullt af fólki sem er að fylgjast með mér í gegnum bloggið mitt. Alveg ótrúlegasta fólk meira að segja. Ég er ekki að segja að það sé slæmt, alls ekki, mér hlýnar um hjartaræturnar þegar ég fæ komment frá einhverjum óvæntum gestum... og þá er ég ekki að tala um útlendingana sem eru að fylla gestabókina mína með einhverju bulli sem enginn skilur heldur löngu týnda ættingja eða vini. Mér finnst gott að vita til þess að það sé verið að fylgjast með mér og þegar ég tala um mikilvæga hluti eða uppgötva eitthvað merkilegt fæ ég klapp á bakið frá þeim. Það er gott.