Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

mánudagur, september 25, 2006

Ég hef aldrei verið dugleg við að þrífa bílana sem ég hef átt og þessi sjö manna þrususkutla okkar núna er enginn undantekning. En áðan bakkaði ég á ljósastaur, eða öllu heldur kyssti bíllinn staurinn því ég var ekki á neinum hraða og staurinn ekki heldur. Ef ég hefði verið búin að þrífa bílinn hefði komið rispa á lakkið en þar sem það var þykkt lag af ryki og tjöru á bílnum skaðaði þetta lakkið á bílnum ekki neitt. Þess vegna hef ég komist að þeirri niðurstöðu að óhreinir bílar eru með rispuvörn sem virkar.