Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

þriðjudagur, september 12, 2006

Ég var að horfa á RÚV í fyrrakvöl og það var einhver heimildarþáttur um hryðjuverkin í NY þann 9/11. Alveg stórmerkilegur þáttur svosem en Ameríkanar og drama geta stundum komið af stað hjá mér velgju. Það sem stendur mest upp úr þessum þætti er samt myndin af manninum sem stökk. Hversu örvæntingarfullur þarf maður að vera til að stökkva af 109. hæð? Kannski vissi hann að hann væri hvort eð er dauðadæmdur, reykurinn og eldurinn var svo svakalegur að það var ekki líft á þessum efstu hæðum byggingarinnar. Það var svosum ekkert þessi eini maður sem stökk en það náðist alveg mergjuð mynd af honum þar sem hann sveif niður, það leit út fyrir að hann væri sáttur við Guð og menn... Þó mig langi ekki til að deyja strax og hvað þá svona hryllilegum dauðdaga langar mig að deyja sátt við Guð og menn.