Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

fimmtudagur, september 07, 2006

Mig langar aðeins að monta mig af manninum mínum. Hann er í fjarnámi hjá KHÍ og var í stærðfræðiprófi um daginn og varð laaang hæstur af öllum. Hann fékk 9,5 meðan allir hinir voru með í kringum 5 en næst hæsti var með 6,0. Segiði síðan að ég kunni ekki að velja mér menn til undaneldis.