Það var nú meira stressið í gær. Ég er búin að vera í fríi yfir helgina, karlarnir fóru heim til sín þannig að það var ekkert farið á hótelið. Allt geymt til mánudags. Nema hvað yfirmenn mínir, sem eru 4, ákváðu að hafa samband við mig. Eða 2 þeirra alla vega.
Annar var á leiðinni....OOÓ:(
Hinn lét mig vita að það væri von á 7 manns í vikunni. Og maðurinn minn ekki heima til að róa mig niður.
Ég fékk taugaáfall, móðursýkiskast og kransæðastíflu og allt í einu. Mig var farið að verkja í vinstri handlegginn í alvöru.
Þetta reddaðist nú, sá sem mætti á svæðið var ekkert að amast yfir því að ég var ekki búin að þrífa eða búa um. Ég hjálpaði honum að mæla eitthvað fyrir endurbæturnar á húsinu og það var voða fínt að fá hann í heimsókn.
En samskiptin við hinn voru ekki góð fyrir yfirmannafóbíuna mína....Það byrjaði allt með einu símtali.
"hvað eru margir eins og er ?"
"Umm, 2. Stundum 3"
"Ha? Hve margir?"
"2 stundum 3"
"Hvað meinaru? Hversu margir?"
"Þeir eru 2 alltaf en stundum bætist 3 maðurinn við. Það fer eftir hvernig veðrið er hvort hann komist heim til sín."
"Þeir eru sem sagt 3?"
"Já stundum"
"Hversu margir eru þeir?"
"HMMMM. 2 stundum 3"
Svo er lús að ganga í skólanum og ég var að kemba tvíburunum þegar ég hélt að ég hefði fundið lús þá hringdi hann aftur.
"Er pláss fyrir 7?"
"Hmm. Ekki í einstaklings."
"Neinei, er pláss fyrir 7?"
"Ég þarf þá að færa rúm til að koma þeim fyrir"
"Jájá, þannig að það er pláss fyrir 7?"
"Jaaa, ef ég færi rúmið úr fimmunni yfir í sexuna og tek rúmin þaðan og set í fimmuna. Þá ætti það að ganga."
"Það er þá pláss fyrir 7?"
"Já."
"Hvenær?"
"Hvenær koma þeir?"
"Í byrjun okt."
Ég hélt ég hefði fundið lús á börnunum og hann var að bögga mig með þessu. Ég var að fá hausverk dauðans.
"Geturu hringt eftir smástund?"
"Hvenær?"
"Eftir korter."
"Jájá...eða hringd þú í mig."
"já ég hringi eftir smá."
Það var enginn lús en ég var alveg búin á geði þegar klukkan var að verða 3.
Ég hringdi um leið og ég var komin af hættustiginu með blóðþrýstinginn.
"Er ekki hægt að selja þeim mat líka?"
"Ehh, ég þyrfti að hafa svolítið mikið fyrir því..."
"Flott, hvaða daga vilt þú vera með matinn?"
"Bara svona 2x eða 3x í viku þá?"
"Hvað segiru um 5 daga vikunnar?"
"Ekki eins og eldhúsið er núna, það þarf nýja eldavél og solleis til að það sé hægt að elda þarna."
"Ok...en 4x í viku?"
Eins og ég var búin að minnast á er ég með severe case af yfirmannafóbíu...Og að eiga samskipti við yfirmann sem er búinn að ákveða eitthvað en vill fá mig til að gefa grænt ljós er auðvelt mál....fyrir hann.
Annað mál hvort ég sé sátt.
Ég viðurkenni að um leið og ég hef mikið að gera líður mér betur, dútl hefur aldrei verið fyrir mig. Ég vinn á vöktum. Hamast þar til verkið er búið. Og ef það er tímamörk á verkinu þá er ég í góðum málum. Það er þess vegna sem ég vill ekki vinna við verksmiðjustörf. Ég væri vinnandi allan sólarhringinn.
En ég hefði verið miklu meira en tilbúin í þetta ef húsið væri í lagi. En ég geri þetta vegna þess að þannig er ég. Ég geri það sem ég er beðin um og reyni að gera það eins vel og ég get.
Þannig að ég er að fara að taka við 7 manns í gistingu, morgunmat og fæði 4 daga vikunnar. Og er með 2, stundum 3 í gistingu og morgunmat 7 daga vikunnar fyrir. Sem þýðir að ég mun hafa mikið að gera næstu 2 mánuði. Og þar sem ég er mjög góð í að skipuleggja hluti er ég náttúrulega búin að skipuleggja þetta allt saman. Ég þarf bara 10 tíma viðbót við sólarhringinn og helst 2 stykki af mér og þá gengur allt upp :)