Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

þriðjudagur, september 30, 2003

Hallilúja...Það er búið að gera við þvottavélina mína...okkar. Maðurinn minn hringdi og sagði einhver töfraorð við mann í Reykjavík og það birtist maður frá Egilsstöðum á tröppunum hjá mér í morgun. Ég bauð þessum yndislega eldri manni inn í vel þrifinn kjallarann og sýndi honum vélina, hann byrjaði strax að vinna og ég skellti mér í búðina full þakklætis og keypti ástarpunga til að bjóða honum upp á með sopanum. Málið var að gúmmíið er óþétt og það hefur læðst á milli einhvers lags fatnaður. Ég sá að þetta var svart og tætt en hvaða flík er ekki hægt að segja til um.
Allavega....vélin er í lagi og ég hef enga afsökun að láta ömmu þvo fyrir mig lengur.
Tókuð þið eftir að ég sagði vel þrifinn kjallarann. Já, skipulagið um þrifin þar gengu eftir. Ég byrjaði eftir hádegið á föstudaginn og ótrúlegt en satt þá kláraði ég það rétt fyrir kvöldmat. Ég get alveg verið dugleg.....
Þegar ég nenni því.