Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

sunnudagur, september 28, 2003

Ég var að horfa á Jamie Oliver um daginn og allt sem hann gerir virðist vera nokkuð auðvelt, alla vega þegar hann á í hlut. Þættirnir eru um 20mín og þá er komin dýrindis máltíð með forrétti, aðalrétti og eftirrétti. Og allt lítur út fyrir að vera gómsætt.
Ég ákvað að fara í Egs og kaupa eitthvað af þessu hráefni og galdra svo fram máltíð sem tæki öllu fram. Basillíka og tómatar og eitthvað gums komst svosum ofaní körfuna. En ferðin heim drap basílikuna mína næstum því þannig að ég skellti henni í vatn og tómatarnir fóru í ísskápinn. Nú er basilíkan dauð og ég mundi eftir því að mér finnst tómatar vondir.
Í gær ákvað ég samt að elda og þar sem maðurinn minn er svo góður í allskyns pastaréttum ákvað ég að reyna að toppa hans eldamannsku með pasta ala hulda. Það tókst ekki betur en svo að ynsta stelpan prumpaðist áfram í allt gærkvöld og lyktin minnti á hverasvæðið hjá Mývatni.
Svo þegar öll börnin voru farin að sofa og við hjónin settumst fyrir framan imban kom annað slagið lykt sem hefði getað rotað fíl.
En ekki kvartaði maðurinn undan matnum heldur gaf hann mér góð ráð í eldamennskuna : "næst skulum við ekki nota svona mikinn ost, elskan."
Svo er fólk að skammast yfir að ég láti manninn elda. Ég er miklu betri í að þrífa og baka. Og er mikið að spá í að halda mér innan minna marka.
Ég er ekki að segja að ég kunni ekkert að elda, ég er mjög góð í að sjóða pulsur og kjötbollur og kartöflur og hafragraut og fisk og slátur. Svo kann ég að steikja sumar tegundir eins og allskonar kjötbúðinga og kjötbollur og fisk og slátur og kótilettur. Ég get meira að segja sett heilu líkamshlutana af dýrum inn í steikarofn og komið vel út úr því.
Það sem er að fara með mig er þetta Ítalska kjaftæði, ólívur, tómatar, basilíka og oreganó.
Við búum á Íslandi....og ég er mjög góð í að elda íslenskan mat.