Góðan og blessaðan daginn..
Ég elska mánudaga. Í alvörunni. Þá er einhver regla á allri óreglunni. Vetur Konungur er að vísu aðeins að minna á sig í dag. Það var allt orðið hvítt í morgun og gengur á með éljum.
Ég fór að velta fyrir mér vandræðalegustu augnablikum mínum sem sem krakki.
Dóttir mín er nefnilega orðin svo spéhrædd að það má ekki hlæja að henni. Þær voru að leika sér í tölvunni áðan og hún var eitthvað að dilla sér við þessa stórbrotnu tónlist sem er undir svona tölvuleikjum og sagði: þetta er geggjað gott lag, ég elska það. Auðvitað fór ég að hlæja, hún er ekki nema 6 ára og talaði eins og versta gelgja. Ég þurfti að útskýra fyrir henni af hverju ég hló því hún fór að gráta...
Ein stærsta minning sem ég á með vandræðalegu atviki er þegat ég átti heima á Ísó. Að vísu dró til hverra stórtíðinda á fætur annarra þegar ég bjó þar...en ég ætla ekki að fara nánar út í öll þau minningarbrot.
Stórholt, ég man að stelpan á neðri hæðinni kallaði húsbóndann ekki pabba heldur Halla. Hún átti rosalega flott blöð til að lita á, ekki svona venjuleg hvít og leiðinleg. Stelpan við hliðina á okkur kunni ekki að rusla til og ég fékk alltaf Trix að borða þar.
Einar frændi var hjá okkur um tíma og fór á fyllerí, sem væri ekki frásögu færandi nema hvað hann hefur gert einhverja gloríu eitthvert kvöldið og Lögreglan sótti hann einn daginn. Ég laug í alla krakkana að hann væri leynilögga úr Reykjavík og væri að aðstoða þá í einhverju svakalegu smyglmáli. En ég held að enginn hafi trúað mér. En það er ekki vandræðaleg minning, frekar svona fyndin.
Nei, með vandræðalegustu atvikum í minni æsku var þegar Gunna frænka, sem er 5 árum eldri en ég og því á bullandi gelgju þarna, plataði mig upp í fjall að skoða bók. Og þetta var ekki einhver bók, þetta var bók fyrir fullorðna og það var voða spennandi að fá að vera treyst fyrir því og mega vera með. Við földum okkur bak við stein uppi í hlíðinni og lukum upp þessari svakaskræðu. Flissuðum og tístum og ég skildi ekki hvernig fólk gat sumar þessar stellingar. Þegar við vorum búnar að diskutera skræðuna í bak og fyrir var að koma henni óséðri inn aftur. Og þar sem ég er yngri kemur alltaf í minn hlut að gera það sem er hættulegra. Það voru gestir hjá mömmu þennan dag og auðvitað datt bókin undan peysunni beint á gólfið. Sjafnaryndi blasti við öllum í íbúðinni. Það var fyrst dauðaþögn svo ég reyndi að útskýra. Þá byrjaði einhver kerlingin að tísta og þá var eins og flóðbylgja af skömm og hlátri skylli á mér. Þær grenjuðu og engdust úr hlátri. Ég hljóp upp í fjall og ætlaði aldrei að koma heim aftur. Gunna segir ennþá í dag að ég hafi átt hugmyndina...en ég held að miðað við aldur þegar þetta átti sér stað þá hafi uppástungan komið frá einhverri annari en mér....ég var bara 7 eða 8 ára en hún + 5 ár. Þannig að ég læt ykkur bara um að reikna út hvor er líklegri til að hafa átt hugmyndina...
Ég elska mánudaga. Í alvörunni. Þá er einhver regla á allri óreglunni. Vetur Konungur er að vísu aðeins að minna á sig í dag. Það var allt orðið hvítt í morgun og gengur á með éljum.
Ég fór að velta fyrir mér vandræðalegustu augnablikum mínum sem sem krakki.
Dóttir mín er nefnilega orðin svo spéhrædd að það má ekki hlæja að henni. Þær voru að leika sér í tölvunni áðan og hún var eitthvað að dilla sér við þessa stórbrotnu tónlist sem er undir svona tölvuleikjum og sagði: þetta er geggjað gott lag, ég elska það. Auðvitað fór ég að hlæja, hún er ekki nema 6 ára og talaði eins og versta gelgja. Ég þurfti að útskýra fyrir henni af hverju ég hló því hún fór að gráta...
Ein stærsta minning sem ég á með vandræðalegu atviki er þegat ég átti heima á Ísó. Að vísu dró til hverra stórtíðinda á fætur annarra þegar ég bjó þar...en ég ætla ekki að fara nánar út í öll þau minningarbrot.
Stórholt, ég man að stelpan á neðri hæðinni kallaði húsbóndann ekki pabba heldur Halla. Hún átti rosalega flott blöð til að lita á, ekki svona venjuleg hvít og leiðinleg. Stelpan við hliðina á okkur kunni ekki að rusla til og ég fékk alltaf Trix að borða þar.
Einar frændi var hjá okkur um tíma og fór á fyllerí, sem væri ekki frásögu færandi nema hvað hann hefur gert einhverja gloríu eitthvert kvöldið og Lögreglan sótti hann einn daginn. Ég laug í alla krakkana að hann væri leynilögga úr Reykjavík og væri að aðstoða þá í einhverju svakalegu smyglmáli. En ég held að enginn hafi trúað mér. En það er ekki vandræðaleg minning, frekar svona fyndin.
Nei, með vandræðalegustu atvikum í minni æsku var þegar Gunna frænka, sem er 5 árum eldri en ég og því á bullandi gelgju þarna, plataði mig upp í fjall að skoða bók. Og þetta var ekki einhver bók, þetta var bók fyrir fullorðna og það var voða spennandi að fá að vera treyst fyrir því og mega vera með. Við földum okkur bak við stein uppi í hlíðinni og lukum upp þessari svakaskræðu. Flissuðum og tístum og ég skildi ekki hvernig fólk gat sumar þessar stellingar. Þegar við vorum búnar að diskutera skræðuna í bak og fyrir var að koma henni óséðri inn aftur. Og þar sem ég er yngri kemur alltaf í minn hlut að gera það sem er hættulegra. Það voru gestir hjá mömmu þennan dag og auðvitað datt bókin undan peysunni beint á gólfið. Sjafnaryndi blasti við öllum í íbúðinni. Það var fyrst dauðaþögn svo ég reyndi að útskýra. Þá byrjaði einhver kerlingin að tísta og þá var eins og flóðbylgja af skömm og hlátri skylli á mér. Þær grenjuðu og engdust úr hlátri. Ég hljóp upp í fjall og ætlaði aldrei að koma heim aftur. Gunna segir ennþá í dag að ég hafi átt hugmyndina...en ég held að miðað við aldur þegar þetta átti sér stað þá hafi uppástungan komið frá einhverri annari en mér....ég var bara 7 eða 8 ára en hún + 5 ár. Þannig að ég læt ykkur bara um að reikna út hvor er líklegri til að hafa átt hugmyndina...
<< Home