Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

laugardagur, september 20, 2003

Jæja..
Það er laugardagsmorgunn og ég vaknaði rétt upp úr 6 og dreif mig í að útbúa morgunmat fyrir bláókunnuga vinnukarla. Það var rosalega fallegt í morgun. Ég horfði yfir heimabyggðina og á fjöllin og himininn. Það hvarflaði að mér í smástund að fara í göngutúr þegar ég væri búin að gefa þeim að borða. Þá mundi ég eftir því hvað það er erfitt að hreyfa sig þegar maður þarf þess ekki. Og ég hætti við.
Rosalega er leiðinlegt að vakna svona snemma á laugardögum... Það eru allir aðrir sofandi og ekkert að gera nema horfa á barnaefnið. Sem by the way er annaðhvort samið af heiladauðum hálfvitum eða það er fyrir heimsk og leiðinleg börn. Mín börn eiga alla vega erfitt með að einbeita sér að dansandi fígúrum sem syngja falskt.
Ég gafst upp þegar talandi kanína fór að kenna mér dulda landafræði.
Fyrst ég var búin að skipuleggja þrifin á kjallaranum þá ætti ég að fara að framkvæma það. En fyrst ætla ég að fá mér kaffi og sígó og velta aðeins meira fyrir mér leyndardómum heimsins.
Og kannski ég skipuleggi bara meiri þrif til að framkvæma einhvern tíma seinna, annaðhvort hérna eða niðri á hóteli.