Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

miðvikudagur, desember 28, 2005


Og bara svona til að blogga um eitthvað þá tók ég mynd af snáða núna rétt fyrir jól sem ég er algjörlega kolfallin fyrir. Þessi mynd fór á bloggið, jólakortin og nú skrappaði ég í kringum hana. Talandi um þráhyggju- og árátturöskun?

föstudagur, desember 23, 2005


Gleðileg jól og farsælt komandi nýtt ár. Ég vil þakka kynnin á liðnu ári, hvort sem var í vefheimum eða kjötheimum. Þið sem fenguð ekkert jólakort frá okkur, prísið ykkur sæl því þessi skilaboð eru persónulegri en þau sem við sendum út. Farið vel með ykkur um hátíðirnar og munið eftir að slökkva á kertum og gangið hægt um gleðinnar dyr.

miðvikudagur, desember 21, 2005

Jæja, ég vona að mér hafi tekist að redda templeitinu án þess að hafa eytt einhverju út sem ekki átti að eyða.
Annars hef ég ekkert að segja svosum... Allir pakkar fóru héðan í dag þannig að þeir sem á annan bóginn fá pakka eiga að fá hann fyrir jól og þeir sem verða þess heiðurs aðnjótandi að fá kort þetta árið verða eflaust fyrir vonbrigðum því jafn ópersónuleg jólakort hef ég aldrei sent frá mér...En ég er svo innilega ekkert í jólaskapi og þessi jól verða haldin einungis vegna barnanna. Það er ekki til tilhlökkun eða jólastress í mér og ég er ekki einu sinni búin að þrífa fyrir jólin. Ég rembdist við að byrja á því og náði að koma mér í gegn um eldhúsið en þá var það líka búið. Ég sé bara fram á að geta kannski sofið aðeins lengur á morgnanna þá daga sem ég er ekki að vinna og fá gott að éta.
Það einkennir þessa hátíð að ömmu vantar. Hún kom mér alltaf á stað í jólin með því að biðja mig um að hjálpa sér að pakka niður og sendast á pósthúsið með allt postulínið...

þriðjudagur, desember 20, 2005

Ég asnaðist til að fikta eitthvað í templatinu og ég nenni ekki að laga það núna.....

mánudagur, desember 19, 2005

Ég vil ekkert hljóma eins og frekja en ég kom með uppástungu með hvernig væri hægt að gleðja mig á afmælinum mínu og það er enginn búinn að gefa mér eina einustu baðbombu og það eru að koma jólin... Þegar ég var barn þoldi ég ekki þegar fólk sló saman afmælis- og jólagjafirnar handa mér. Gerir fólk það þegar börnin eiga afmæli um miðjan júlí? Nei! Hingað til hef ég allavega ekki séð það. En ég ætlaði svosum ekkert að röfla yfir því mikið. Bara að láta vita að það eru nýjar myndir inn á barnahólssíðunni og (haldið ykkur) ný færsla í vefdagbókina.

fimmtudagur, desember 15, 2005

Laust eftir jólin stóð mamma í eldhúsinu og hlustaði á son sinn leika sér frammi í stofu af rafmagnslestinni sem hann fékk í jólagjöf.

Þegar lestin nam staðar gall við í syninum: ,,Þið hálfvitarnir sem viljið fara út hér, drullið ykkur út strax því þetta er síðasta stopp! Og þið þarna hálvitar sem eruð að koma um borð, drullið ykkur inn því við erum að fara af stað". Mamman varð alveg æf og öskraði á drenginn: ,,Svona orðbragð er ekki liðið hér drengur minn! Nú ferð þú inn í herbergi og verður þar í 2 tíma. Eftir það máttu leika þér að lestinni, en þá verður þú líka að tala fallega."

Tveim tímum seinna kemur drengurinn fram og byrjaði að leika sér að lestinni. Mamman hlustaði innan úr eldhúsinu. Þegar lestin nam staðar sagði sonurinn: ,,Allir farþegar sem fara hér út eru vinsamlega beðnir um að taka allan farangur með sér. Við vonum að ferðin hafi verið ánæguleg og þökkum ykkur fyrir að ferðast með okkur. Vonandi sjáumst við aftur." Og hann hélt áfram: ,,Við biðjum farþega sem eru að koma um borð að setja allan farangur undir sætin fyrir framan sig. Munið að reykingar eru ekki leyfðar um borð í lestinni. Við vonum að þið njótið ferðarinnar með okkur í dag."

Bros færðist yfir mömmuna, En drengurinn bætir við; ,,Þeir farþegar sem vilja gera athugasemd við þessa TVEGGJA KLUKKUTÍMA töf, eru vinsamlegast beðnir um að tala við tæfuna frammi í eldhúsi."
Ég er eitthvað svo orkulaus þessa dagana. Ég kem heim úr vinnunni og varla nenni að drekka kaffið sem stelpurnar hella upp á fyrir mig. Og þar sem fólk er farið að festast í drullunni á eldhúsgólfinu þarf ég að fara að þrífa hérna. Ég hef reynt að plata allskonar fólk til að hjálpa mér en það virðist vera að allir séu eitthvað voðalega uppteknir. Ég hef einnig reynt að verða mér úti um hjálp á netinu en það virkar ekki rassgat.
Ef þið eigið auka orku sem þið megið missa, tek ég fegins hendi við svoleiðis.

mánudagur, desember 12, 2005

Jæja, þá er ég einu árinu eldri. Ég fann samt engan mun á mér eftir miðnættið og fann ekkert fleiri hrukkur eða neitt. Kannski verða þær fleiri eftir daginn, hver veit?
En ef þið eruð í vandræðum með jólagjafir eða afmælisgjafir handa mér þá er til búð sem heitir Lush og selur baðbombur á einhvern þrjúhundruðkall, mér finnst ég alveg vera þess virði...Það er aðallega ein tegund sem ég fíla vel og hún heitir Sakura.

föstudagur, desember 09, 2005

Your Birthdate: December 12

You're a dynamic, charismatic person who's possibly headed for fame.
You tend to charm strangers easily. And you usually can get what you want from them.
Verbally talented, you tend to persuade people with your speaking and writing.
You are affectionate and loving, but it's hard for you to commit to any one relationship.

Your strength: Your charm

Your weakness: Your extreme manipulation tactics

Your power color: Indigo

Your power symbol: Four leaf clover

Your power month: December


Mér finnst ég nú ekki vera að "manipulating" einn né neinn, kannski einhver annar en ég hafi annað um málið að segja...

miðvikudagur, desember 07, 2005

Bara svona að minna ykkur á að ég á afmæli á næstunni... Tólfta tólfta, tólf dögum fyrir jól. Gjafir og heimsóknir vel þegnar með skilyrði þó því ég á nóg af jólaskrauti og vil því ekkert svoleiðis dóterí en hinsvegar ef þið liggið á einhverjum fermetrafjölda megið þið alveg lauma eins og tíu til tuttugu stykkjum að mér. Og ég mun ekki þurfa jólaskraut til að geta skreytt þá því það er af nógu að taka fyrir.

sunnudagur, desember 04, 2005

Kirtlatakan og röraísetninginn gekk furðu vel og prinsessan ætlaði bara ekkert að vakna úr svæfingunni. Hún er furðuhress og má fara á leikskólann á þriðjudaginn. Varð að vísu fúl í kvöld því hún fékk ekki að fara í bað en það jafnar sig...
Við skötuhjúin skelltum okkur svo á jólahlaðborð um helgina. Við ætluðum að vera á balli en það varð rafmagnslaust í öðrum helmingi hússins og í hinum helmingnum voru Skriðjöklar í pásu, í klukkutíma!
Ég var skeptísk á að fara á ball með hljómsveit sem var upp á sitt besta um '86 en þegar Raggi Sót var orðinn vel blautur áður en borðhaldinu lauk hefði maður átt að vita hvert framhaldið yrði. En maður er bjartsýnn og þá sjaldan sem maður bregður sér af bæ... Meira að segja diskarnir sem spilaðir voru á meðan þessari klukkutímapásu hljómsveitarinnar stóð voru annað hvort rispaðir og hikstuðu sig í gegn um lögin eða barasta lélegir. Ég er orðin of gömul eða of nísk til að nenna að standa í svona löguðu...