Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

mánudagur, desember 12, 2005

Jæja, þá er ég einu árinu eldri. Ég fann samt engan mun á mér eftir miðnættið og fann ekkert fleiri hrukkur eða neitt. Kannski verða þær fleiri eftir daginn, hver veit?
En ef þið eruð í vandræðum með jólagjafir eða afmælisgjafir handa mér þá er til búð sem heitir Lush og selur baðbombur á einhvern þrjúhundruðkall, mér finnst ég alveg vera þess virði...Það er aðallega ein tegund sem ég fíla vel og hún heitir Sakura.