Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

miðvikudagur, desember 07, 2005

Bara svona að minna ykkur á að ég á afmæli á næstunni... Tólfta tólfta, tólf dögum fyrir jól. Gjafir og heimsóknir vel þegnar með skilyrði þó því ég á nóg af jólaskrauti og vil því ekkert svoleiðis dóterí en hinsvegar ef þið liggið á einhverjum fermetrafjölda megið þið alveg lauma eins og tíu til tuttugu stykkjum að mér. Og ég mun ekki þurfa jólaskraut til að geta skreytt þá því það er af nógu að taka fyrir.