Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

fimmtudagur, desember 15, 2005

Laust eftir jólin stóð mamma í eldhúsinu og hlustaði á son sinn leika sér frammi í stofu af rafmagnslestinni sem hann fékk í jólagjöf.

Þegar lestin nam staðar gall við í syninum: ,,Þið hálfvitarnir sem viljið fara út hér, drullið ykkur út strax því þetta er síðasta stopp! Og þið þarna hálvitar sem eruð að koma um borð, drullið ykkur inn því við erum að fara af stað". Mamman varð alveg æf og öskraði á drenginn: ,,Svona orðbragð er ekki liðið hér drengur minn! Nú ferð þú inn í herbergi og verður þar í 2 tíma. Eftir það máttu leika þér að lestinni, en þá verður þú líka að tala fallega."

Tveim tímum seinna kemur drengurinn fram og byrjaði að leika sér að lestinni. Mamman hlustaði innan úr eldhúsinu. Þegar lestin nam staðar sagði sonurinn: ,,Allir farþegar sem fara hér út eru vinsamlega beðnir um að taka allan farangur með sér. Við vonum að ferðin hafi verið ánæguleg og þökkum ykkur fyrir að ferðast með okkur. Vonandi sjáumst við aftur." Og hann hélt áfram: ,,Við biðjum farþega sem eru að koma um borð að setja allan farangur undir sætin fyrir framan sig. Munið að reykingar eru ekki leyfðar um borð í lestinni. Við vonum að þið njótið ferðarinnar með okkur í dag."

Bros færðist yfir mömmuna, En drengurinn bætir við; ,,Þeir farþegar sem vilja gera athugasemd við þessa TVEGGJA KLUKKUTÍMA töf, eru vinsamlegast beðnir um að tala við tæfuna frammi í eldhúsi."