Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

sunnudagur, desember 04, 2005

Kirtlatakan og röraísetninginn gekk furðu vel og prinsessan ætlaði bara ekkert að vakna úr svæfingunni. Hún er furðuhress og má fara á leikskólann á þriðjudaginn. Varð að vísu fúl í kvöld því hún fékk ekki að fara í bað en það jafnar sig...
Við skötuhjúin skelltum okkur svo á jólahlaðborð um helgina. Við ætluðum að vera á balli en það varð rafmagnslaust í öðrum helmingi hússins og í hinum helmingnum voru Skriðjöklar í pásu, í klukkutíma!
Ég var skeptísk á að fara á ball með hljómsveit sem var upp á sitt besta um '86 en þegar Raggi Sót var orðinn vel blautur áður en borðhaldinu lauk hefði maður átt að vita hvert framhaldið yrði. En maður er bjartsýnn og þá sjaldan sem maður bregður sér af bæ... Meira að segja diskarnir sem spilaðir voru á meðan þessari klukkutímapásu hljómsveitarinnar stóð voru annað hvort rispaðir og hikstuðu sig í gegn um lögin eða barasta lélegir. Ég er orðin of gömul eða of nísk til að nenna að standa í svona löguðu...