Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

miðvikudagur, desember 21, 2005

Jæja, ég vona að mér hafi tekist að redda templeitinu án þess að hafa eytt einhverju út sem ekki átti að eyða.
Annars hef ég ekkert að segja svosum... Allir pakkar fóru héðan í dag þannig að þeir sem á annan bóginn fá pakka eiga að fá hann fyrir jól og þeir sem verða þess heiðurs aðnjótandi að fá kort þetta árið verða eflaust fyrir vonbrigðum því jafn ópersónuleg jólakort hef ég aldrei sent frá mér...En ég er svo innilega ekkert í jólaskapi og þessi jól verða haldin einungis vegna barnanna. Það er ekki til tilhlökkun eða jólastress í mér og ég er ekki einu sinni búin að þrífa fyrir jólin. Ég rembdist við að byrja á því og náði að koma mér í gegn um eldhúsið en þá var það líka búið. Ég sé bara fram á að geta kannski sofið aðeins lengur á morgnanna þá daga sem ég er ekki að vinna og fá gott að éta.
Það einkennir þessa hátíð að ömmu vantar. Hún kom mér alltaf á stað í jólin með því að biðja mig um að hjálpa sér að pakka niður og sendast á pósthúsið með allt postulínið...