Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

mánudagur, desember 19, 2005

Ég vil ekkert hljóma eins og frekja en ég kom með uppástungu með hvernig væri hægt að gleðja mig á afmælinum mínu og það er enginn búinn að gefa mér eina einustu baðbombu og það eru að koma jólin... Þegar ég var barn þoldi ég ekki þegar fólk sló saman afmælis- og jólagjafirnar handa mér. Gerir fólk það þegar börnin eiga afmæli um miðjan júlí? Nei! Hingað til hef ég allavega ekki séð það. En ég ætlaði svosum ekkert að röfla yfir því mikið. Bara að láta vita að það eru nýjar myndir inn á barnahólssíðunni og (haldið ykkur) ný færsla í vefdagbókina.