Ég er eitthvað svo orkulaus þessa dagana. Ég kem heim úr vinnunni og varla nenni að drekka kaffið sem stelpurnar hella upp á fyrir mig. Og þar sem fólk er farið að festast í drullunni á eldhúsgólfinu þarf ég að fara að þrífa hérna. Ég hef reynt að plata allskonar fólk til að hjálpa mér en það virðist vera að allir séu eitthvað voðalega uppteknir. Ég hef einnig reynt að verða mér úti um hjálp á netinu en það virkar ekki rassgat.
Ef þið eigið auka orku sem þið megið missa, tek ég fegins hendi við svoleiðis.
Ef þið eigið auka orku sem þið megið missa, tek ég fegins hendi við svoleiðis.
<< Home