Haldið ykkur, ég tók til í bílskúrnum og kjallaranum í dag! Að vísu var ég nú ekki ein að verki því mér tókst að plata manninn minn með mér og þurfti ég að múta, hóta og verðlauna til að ná honum út. Um leið og Karl og Sesselja fóru í göngutúr með Ardísi dró ég hann út í bílskúrinn. Hann hefur fyllst smám saman af kattarhlandi og drasli en það varð ekki skárra ástandið þegar krakkarnir brutu gluggann inn til að geta leikið sér þar. Nú er blessaði bílskúrinn loksins orðin tómur og opinn þar til ég hef úðað hann að innan með ediki svo kattarhlandslyktin hverfi. Þá verður hann aftur að geymslu en í þetta skiptið bara fyrir hurðarnar úr herbergjum stelpnanna og vetrardekkjanna því öllu öðru var hent. Ef það bar ekki fnyk af kattarrassi þá var það morknað úr hlandinu frá okkar ástkæru nágrannadýrum.
Nú, þegar ég var að enda við að sópa það mesta út úr skúrnum var hann horfinn. En hann fór sko ekki langt, hann var í stuði og hafði byrjað á kjallaranum. Þannig að nú er allt komið í röð og reglu þar líka, mamma mín yrði nú barasta stolt af því hversu miklu við hentum. Að vísu er ennþá smá óhreint tau sem bíður eftir að komast í vélina en á jafnstóru heimili væri óeðlilegt ef svo væri ekki. Ég skúraði meira að segja í ytri herberginu sem er einstaklega ójafnt gólf auk utanáliggjandi skólplagnar á miðjum gólffletinum. Það var öllu hent út úr kjallaranum til að hægt væri að þrífa almennilega og svo allt flokkað og skilað.
Ég þurfti að gera svakalegar ráðstafanir til að koma draslinu inn í Sorpu og maðurinn sem var með aðalbílinn í slíkt var ekki með símann sinn, eða eitthvað því hann svaraði ekki. Harpa kom rétt fyrir fimm og bjargaði málunum með að fá lánaðan "Litla smók" og kerru og náðum við að fara tvær ferðar áður en það lokaði. En það er samt nóg eftir en ég er með kerruna í láni þannig að á morgun þarf ég bara að fá bíl með dráttarkrók til að klára þetta.
En ég ákvað að sýna ykkur nokkrar myndir af þessum merka atburði og ykkur til yndisauka. Vessgú:
Nú, þegar ég var að enda við að sópa það mesta út úr skúrnum var hann horfinn. En hann fór sko ekki langt, hann var í stuði og hafði byrjað á kjallaranum. Þannig að nú er allt komið í röð og reglu þar líka, mamma mín yrði nú barasta stolt af því hversu miklu við hentum. Að vísu er ennþá smá óhreint tau sem bíður eftir að komast í vélina en á jafnstóru heimili væri óeðlilegt ef svo væri ekki. Ég skúraði meira að segja í ytri herberginu sem er einstaklega ójafnt gólf auk utanáliggjandi skólplagnar á miðjum gólffletinum. Það var öllu hent út úr kjallaranum til að hægt væri að þrífa almennilega og svo allt flokkað og skilað.
Ég þurfti að gera svakalegar ráðstafanir til að koma draslinu inn í Sorpu og maðurinn sem var með aðalbílinn í slíkt var ekki með símann sinn, eða eitthvað því hann svaraði ekki. Harpa kom rétt fyrir fimm og bjargaði málunum með að fá lánaðan "Litla smók" og kerru og náðum við að fara tvær ferðar áður en það lokaði. En það er samt nóg eftir en ég er með kerruna í láni þannig að á morgun þarf ég bara að fá bíl með dráttarkrók til að klára þetta.
En ég ákvað að sýna ykkur nokkrar myndir af þessum merka atburði og ykkur til yndisauka. Vessgú: