Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

fimmtudagur, júlí 21, 2005

Áður en ég fór að sofa í gærkvöldi ákvað ég að lesa pínu og leit ekki upp úr bókinni fyrr en um þrjúleytið og lagðist þá á mitt græna. Snáðinn okkar hefur verið að gera okkur grikk undanfarnar nætur með að vera að glaðvakna um fjögurleytið og taka voðalega illa í það að við hlýðum ekki kalli um leik og gaman. Nema hvað, þegar Karl vaknaði í morgun og áttaði sig á því að við vorum ekkert að fara að hlýða honum frekar en fyrri nætur fór hann að hágráta. Þar sem við höfum verið vakna við hann um miðjar nætur ákváðum við að snúa okkur bara á hina hliðina og hunsa hann, slæmir foreldrar, já, ég veit. Enda fékk ég svakalegt samviskubit þegar hann var búinn að gráta í nokkrar mínútur og ég leit á klukkuna... Hún var að ganga níu. Hann hafði sofið alla nóttina í nótt og náði því að gera okkur enn einn grikkinn.