Um daginn þegar stelpurnar voru úti í tjaldi að leika sér var ég í makindum hér inni að leika mér í tölvunni. Jónsi hafði skroppið eitthvað og Karl var sofandi þannig að ég var í góðri sveiflu. En svo komu þær inn æpandi og öskrandi um einhverja svakalega flugu með "ógeðslega langan odd" sem væri inni í tjaldinu. Þær eru nú þannig, þessar elskur, að eftir að Kolbrún var stunginn af tveimur geitungum í fyrra að þá grípur um sig geðveikisleg hystería ef það er fluga. Þannig að ég var ekkert að hlusta á þetta og kom með þau rök að þær þyrftu nú ekkert að vera hræddar, geitungarnir eru nefnilega ekkert að stinga mann fyrr en í ágúst/september (þó svo að Kolbrún hafi verið stungin í júní en það var vegna þess að hún settist á búið þeirra). Þá fékk ég þær upplýsingar upp úr einu öskrandi og grátandi barninu að þetta væri ekkert geitungur en "oddurinn er rosalega langur og skelfilegur". Ekkinn var svo ógurlegur að ég fattaði ekki strax hvað hún sagði en svaraði samt að það væri algjör óþarfi að láta svona þó einhver fluga væri í tjaldinu, þær ættu nú að fara út og reka hana bara úr tjaldinu svo þær gætu nú leikið sér. Í þessum sögðu orðum gekk minn heittelskaði inn um dyrnar og heyrði í móðursýkinni gegnum ekkasogin. Þar sem maðurinn er hetja af náttúrunnar hendi ákvað hann að tékka á þessu svakalega fyrirbæri. Tilkynnti þeirri yngstu að hann færi og rekti hana út úr tjaldinu sínu. Hann kom inn eftir nokkra stund og sagði sallarólegur að það væri ekki neitt skrítið að þær hefðu hræðst svona. Honum sjálfum hefði ekki staðið á sama þegar hann sá fluguófétið....
Líttu á kvittanirnar
Kvittaðu fyrir komunni!
Börnin mín
Aðrir bloggarar
- Kallinn minn
- Afi beib
- Alma húsmæðrabeib
- Bedda bumbubeib
- Beggi verkfræðibeib
- Bjöggi fleimingbeib
- Deeza flökkubeib
- Halldóra viðskiptabeib
- Haddó námsmannabeib
- Ívar ruglubeib
- Jóna sjúgabeib
- Kiddi megabeib
- Kiddi mágurbeib
- Klara keppnisbeib
- Kristjana beibýbeib
- Kristjana hinbeib
- Ljúfa gæskubeib
- Raggi táningabeib
- Ragna badmintonbeib
- Tannsmiðurinn fyndnastabeib
Aðrar síður
Skrappsíður
<< Home