Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

laugardagur, júlí 16, 2005

Ég hef lúmskt gaman af því að heyra sögurnar sem ganga á milli bæjarbúa og þó aðallega ef sögurnar eru að einhverju leyti um mig eða mína nánustu. Og þar sem mér barst til eyrna ein slík er ég knúin til að leiðrétta þann misskilning sem upp hefur komið í bænum vegna bumbunnar minnar... Ég er ekki ólétt heldur er þetta púra spik vegna seinustu meðgöngu og reykleysis. Eftir að ég átti Karl hef ég ekki hreyft mig meir en brýnasta nauðsyn ber til og eftir að ég hætti að reykja hef ég fundið hversu gott bragð er af eiginlega öllum mat. Mér hefur alltaf fundist matur góður en ég er ekki að grínast með það að eftir að ég hætti að reykja er þetta himnesk og heilög stund þegar ég tygg það sem ég sting upp í mig. Og þar sem ég er nautnaseggur af lífi og sál þá gerist það oft. Ég hinsvegar er þannig gerð genalega að þetta safnast bara fyrir á maganum á mér og ef þið trúið mér ekki þá getið þið horft til ömmu minnar elskulegrar, hún hefur verið eins og Þ í mörg ár án þess þó að vera með barn undir belti. Ekki leiðum að líkjast svosum.
Semsagt : ég er ekki ólétt heldur bara feit.