Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

sunnudagur, júlí 24, 2005

Það gleður mig að koma með tvær merkilegar tilkynningar.
Í fyrsta lagi að Sesselja Bára fór í dag og lét skjóta í eyrun á sér, þrátt fyrir hræðsluáróður systra sinna. Hún var algjör hetja og hætti ekki við í miðju kafi þó það hafi verið sannleikskorn í því sem stelpurnar sögðu um sársaukann.
Í öðru lagi að ég fékk tölvupóst, sem innihélt fyndinn brandara en ég ætla ekki að deila honum. Og þessi brandari er merkilegur fyrir þá staðreynd að þetta er fyrsti tölvupósturinn til mín í nær mánuð.
Auk þessara yndisaukandi tilkynninga ætla ég að koma með smá viðvörun sem er mér ekki til nokkurar gleði.

Þið sem eigið kattarkvikyndi sem ekki eru merktir né geldir eigið von á því að sjá eigi bölvað ófétið aftur og hljóta sekt ef sannast getur hver eigandinn er.

Ég hef lent í því, annað sumarið í röð, að hljóta skemmdir upp á háar fjárhæðir vegna umráðasvæðisbaráttu þessara helvítis flóabera. Í fyrra var rassaspreyjað á allt sem gleymdist í meir en 5 mínútur úti við, úlpur, flíspeysur eða skór, skipti engu máli. Nú er þolinmæði mín þrotin því það er búið að spreyja allt tjaldið hans Jónsa, sem var fermingargjöf á sínum tíma, út í þessum fnyk dauðans. Ég hef fengið dýraeftirlitsmann bæjarins með mér í lið og setti hann upp gildru í garðinum þó ég vonaðist eftir skotvopnum eða pyntingartólum. Ekki nóg með að þeir merki sér allt með sínum illalyktandi rassvökva heldur eru þessi kvikyndi að ráðast á börn. Það var ráðist á Sesselju í fyrra, algjörlega að ósekju því hún var ekkert að plaga það kattardýr helvítis. Ég myndi eyða öllum níu lífunum hjá þessum kattardjöflum, ef ég væri með byssuleyfi og að það mætti skjóta innanbæjar, með glöðu geði.
Einu sinni elskaði ég ketti og fannst þeir yndislegir loðboltar. Eignaðist nokkra sjálf, þó ekki alla í einni beit. En ég fór alltaf samviskusamlega með þá til dýralæknis og lét sprauta þá við ormaveiki og gelda ef um högna var að ræða en fékk pilluna fyrir læðurnar. Ég bjargaði meira að segja einu sinni sex kettlingum úr poka við þjóðveginn. Það er aldeilis að kettir launa manni ekki gott karma eða kannski er þetta bara uppeldið á dýrunum því ekki voru mínir kettir úti um nætur né að rölta inn um annara manna glugga til að skemma.
Og við þá dýraeigendur sem ekki eru að sjá almennilega um dýrin sín hef ég bara þetta að segja ; Skammist ykkar!