Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

mánudagur, maí 30, 2005

Það var einu sinni strákur sem átti hund hér í bæ.
Þessi setning ein og sér er ekkert merkileg en reynsla mín af bæði stráknum og hundinum er mjög merkileg þrátt fyrir þær sakir að ég mundi ekkert eftir þeim fyrr en ég las á barnalandi um konu sem er í vandræðum með lóðandi tík. Ástæðan yfir því að ég mundi eftir þeim í þessu samhengi er sú að ég var svo skotin í stráknum að ég breyttist alltaf í mállaust og heilalaust gerpi þegar ég komst í návígi við þennan þáverandi gríska guð (lesist: afar renglulegur unglingspiltur með a.m.k. 37 graftarbólur í andlitinu og líkamshlutföllin í engu samræmi). Hundurinn hans hefur eflaust fundið "lyktina" af mér því hann réðist alltaf á mig og rúnkaði sér á löppunum á mér þegar hann sá mig og það héldu honum engin bönd. Það varð hins vegar alltaf til þess að hann tók eftir mér...og ég þori að veðja að hann muni ennþá eftir mér. En mér fannst það ekkert skemmtilegt þá.

laugardagur, maí 28, 2005

Ég fór í sjoppuna í gærkvöldi, sem væri ekkert merkilegt nema fyrir það að ég kom úr sjoppunni full efasemda um ágæti útlits míns. Ég hef verið lasin undanfarna daga og því ekki eins stórkostleg og ég á að mér. En þegar ég gekk inn litu allar aðalgelgjurnar upp og skellihlógu. Ég gekk bara að afgreiðsluborðinu eins og þetta kæmi ekkert við mig en laumaðist til að athuga hvort buxnaklaufin væri opin eða mjólkurblettir á peysunni. Sem betur fer var hvorugt í gangi en því miður fór sjálfsöryggi mitt í mola.

fimmtudagur, maí 26, 2005

Ég er að kafna.
Ekki úr frekju heldur hori og slími dauðans. Hvers á ég að gjalda eiginlega? Ég hef ekki verið svona lasin í mörg ár...held ég. Beinverkir, hausverkur, hálsbólga og hor.
En það er loksins komið vor á Eskifirði(7-9-13), sólin skín og hiti er yfir frostmarki þannig að ég held að mér sé óhætt að vonast eftir því alla vega.
Annað er ekki í fréttum að sinni, ég verð hér á sama tíma á morgun.

laugardagur, maí 21, 2005

Þetta var stutt sumar! Við fengum nokkra góða daga en svo byrjaði að snjóa aftur. Kannski komumst við loksins á skíði núna því ef heldur sem horfir verður opnað uppi í skarði á næstu dögum.
Ég ætla ekkert að tjá mig um Söngvakeppni Evrópskra Sjónvarpsstöðva. Frekar læt ég þessa skrítlu fylgja með færslu dagsins:

Frú Klara kirkjuorganisti var á áttræðisaldri og hafði aldrei verið við kynlíf kennd. Alltaf ógift og aldrei í sambúð. Hún var dáð vegna elskulegheita sinna og góðmennsku.
Presturinn kom eitt síðdegi að vori í heimsókn til hennar. Hún bauð hann velkominn í "meyjarhofið" sitt og vísaði honum til sætis meðan hún tæki til með kaffinu. Þar sem hann sat varð honum litið á gamla pumpuorgelið. Ungi presturinn tók þá eftir fullu vatnsglasi sem stóð á orgelinu. Í vatninu flaut-af öllum hlutum!
SMOKKUR!! Hugsaðu þér sjokk prestsins og undrun! Gerðu þér í hugarlund forvitnina sem hjá honum vaknaði! "Klara gamla hefur áreiðanlega flippað yfir" hugsaði klerkurinn. Í því kom Klara úr eldhúsinu með kaffið og heimabakkelsið. Þau fóru að spjalla um daginn og veginn. Presturinn reyndi að hafa hemil á forvitni sinni,en að lokum gat hann ekki setið á sér. Frú Klara, sagði hann gætirðu nokkuð sagt mér um þetta? (benti á glasið). Ó já, svaraði Klara gamla. Er þetta ekki dásamlegt? Ég var á gangi niðri í bæ síðastliðið haust, þegar ég fann lítinn pakka á götunni.Leiðbeiningarnar á pakkanum voru svohljóðandi: Settu þetta á "organ", haltu því blautu og þá mun lánið verða með þér.Og veistu hvað! Ég hef bara ekki orðið lasin í allan vetur!!!

fimmtudagur, maí 12, 2005

Jói litli er sá klárasti í bekknum, og er alltaf fyrstur að klára prófin og spurningarblöðin. Svo að hann hafi nú eitthvað að gera, eftir að hann var fyrstur búinn að svara spurningarblaði kennarans, ákvað kennarinn að spyrja hann aukaspurningar.
"Jói minn, þú ert nú svo klár, að ég ætla að spyrja þig einnar
aukaspurninar. Það eru 5 fuglar á grein, þú ert með byssu og skýtur einn fuglinn, hvað eru þá margir fuglar eftir?"
"Enginn", svarar Jói.
"Hvað meinar þú... enginn?", spyr kennslukonan?
"Já, einn drepst, dettur til jarðar og hinir fljúga í burtu" segir Jói.
Kennslukonan kinkar kolli og segir:"svarið átti nú að vera 4, en mér líkar hvernig þú hugsar."
Örstuttu seinna réttir jói litli upp hendi.
"Já Jói"
"Má ég spyrja þig einnar spurningar?"
"Endilega" segir kennslukonan.
"Ókei, 3 konur standa við ísbíl, og allar eru búnar að kaupa sér ís, ein af þeim sleikir ísinn, ein af þeim bítur í ísinn og ein af þeim sýgur ísinn. Hver þeirra er gift?" spyr Jói.
Kennslukonan roðnar og segir, "Eee....ég veit ekki alveg, ætli það sé ekki sú sem sýgur ísinn?....eða eitthvað"
"Neeiiii," segir Jói litli, "það er sú sem er með giftingarhringinn, en mér líkar hvernig þú hugsar."

miðvikudagur, maí 11, 2005

Ég ætla að kvarta undan því að fá aldrei póst! Nú gætu sumir sagt að til að fá póst þarf að senda póst en þá svara ég því að ég hefi og gert slíkt en fæ eigi svar! Ég vil einnig benda á gestabókina hér til hliðar eins og kommentakerfið sem er ekki hér að ástæðulausu.
Annars er ekkert að frétta af barnahólnum í dag. Takið eftir hversu fínt ég fer í vísbendingarnar.

mánudagur, maí 09, 2005

Það er ekki oft sem maður fær símtal og er látinn bíða. Gunnhildur hringdi í mig og þegar ég svaraði var mér bara sagt að bíða aðeins!
Ég hef verið ég svo lengi að ég ætti að vita mín takmörk en svo er ekki. Það greip mig svo svakalegur dugnaður í morgun þegar sólin skein inn um gluggan, ég þreif í garðinum, setti í þvottavél og hengdi út, þreif öll hjólin og hækkaði hnakkana í rétta hæð, pumpaði í dekkin á hjólinu hennar Sesselju og fór með það inn á leikskóla auk leikskólatösku sem inniheldur allt sem slík taska á að innihalda, þreif bílinn, þreif ömmu, braut saman tau og tók garðhúsgögnin út. Auk þess gekk ég alla leið inneftir til að ná í Sesselju á leikskólann með Karl í vagninum og Dagbjörtu og Kolbrúnu laaaaangt á undan mér á sínum hjólum. Þvílíka gleði sem það vakti að taka hjólin loksins út...og ég er búin á því eftir að hafa elt þessar skvísur um allan bæinn.

miðvikudagur, maí 04, 2005

Æðislegt samtal George W. Bush og Condi:

George: Condi! Nice to see you. What's happening?
Condi: Sir, I have the report here about the new leader of China.
George: Great. Lay it on me.
Condi: Hu is the new leader of China.
George: That's what I want to know.
Condi: That's what I'm telling you.
George: That's what I'm asking you. Who is the new leader of China?
Condi: Yes.
George: I mean the fellow's name.
Condi: Hu.
George: The guy in China.
Condi: Hu.
George: The new leader of China.
Condi: Hu.
George: The Chinaman!
Condi: Hu is leading China.
George: Now whaddya' asking me for?
Condi: I'm telling you Hu is leading China.
George: Well, I'm asking you. Who is leading China?
Condi: That's the man's name.
George: That's who's name?
Condi: Yes.
George: Will you or will you not tell me the name of the new leader of China?
Condi: Yes, sir.
George: Yassir? Yassir Arafat is in China? I thought he was in the Middle East.
Condi: That's correct.
George: Then who is in China?
Condi: Yes, sir.
George: Yassir is in China?
Condi: No, sir.
George: Then who is?
Condi: Yes, sir.
George: Yassir?
Condi: No, sir.
George: Look, Condi. I need to know the name of the new leader of China. Get me the Secretary General of the U.N. on the phone.
Condi: Kofi?
George: No, thanks.
Condi: You want Kofi?
George: No.
Condi: You don't want Kofi.
George: No. But now that you mention it, I could use a glass of milk. And then get me the U.N.
Condi: Yes, sir.
George: Not Yassir! The guy at the U.N.
Condi: Kofi?
George: Milk! Will you please make the call?
Condi: And call who?
George: Who is the guy at the U.N?
Condi: Hu is the guy in China.
George: Will you stay out of China?!
Condi: Yes, sir.
George: And stay out of the Middle East! Just get me the guy at the U.N.
Condi: Kofi.
George: All right! With cream and two sugars. Now get on the phone.

þriðjudagur, maí 03, 2005

Mannlaus bíll ók á rúðu.
Mannlaus bíll ók á stóra rúðu í glugga skóbúðar vestur á Ísafirði í gær og braut hana. Svo vel vildi til að enginn var nálægur þegar glerbrotum rigndi á vettvangi. Bíllinn er sjálfskiptur og hafði eigandi hans brugðið sér út úr honum án þess að taka hann úr drifi og læddist bíllinn af stað þegar eigandinn var farinn.

Tekið af fréttavefnum Vísi
Það þarf lítið til að gleðja mig eins og kom í ljós núna áðan þegar ég fékk óvænta sendingu frá föndursmiðjunni. Ég vissi ekkert hvaðan stóð á mig veðrið því ég er búin að vera góð í að panta ekkert undanfarna daga en þá var þetta bara sumargjöf frá þeim og það ekkert smá flott ilmkerti sem heitir Hauströkkur. Æðislega gaman að fá pakka.

mánudagur, maí 02, 2005

25 merki um að þú sért fullorðin
1.Pottaplönturnar þínar eru á lífi og þú getur ekki reykt eina einustu.
2.Þú gefur þér tíma til þess að taka af þér úrið áður en þú ferð að stunda kynlíf.
3.Þú geymir meiri mat en bjór í ísskápnum.
4.Klukkan 6 að morgni er fótaferðatími en ekki háttatími.
5.Þú heyrir uppáhaldslagið þitt í matvörudeildinni í Hagkaupum.
6.Þú fylgist með veðurfregnum.
7.Vinir þínir giftast og skilja í staðinn fyrir að byrja og hætta saman.
8.Sumarfríið þitt styttist úr þrem mánuðum í þrjár vikur.
9.Bolur og gallabuxur eru ekki lengur spariklæðnaður.
10.Það ert þú sem hringir á lögregluna og kvartar yfir hávaða í nágrönnunum
11.Eldri ættingjar hætta að segja kynlífsbrandara nálægt þér.
12.Þú hefur ekki hugmynd um hvenær pizzustaðir loka á nóttunni.
13.Bílatryggingarnar lækka en afborganir af bílaláni hækka.
14.Þú ert farin að borða salöt sem aðalrétt.
15.Þú færð bakverk ef þú sefur í sófanum.
16.Þú vaknar kl 9 á sunnudögum "af því það er svo hressandi".
17.Út að borða og bío er að fara út að skemmta sér en ekki bara byrjun á góðu kvöldi.
18.Þú verður slæm/ur í maganum ef þú færð þér heila pizzu kl 3 að nóttu.
19.Þú ferð í apótekið til þess að fá þér íbúfen,ekki til þess að kaupa smokka eða þungunarpróf.
20.Vín undir níuhundruð kalli eru ekki lengur "ágætiskaup".
21.Þú borðar morgunverð á morgunverðartíma.
22.Ég get ekki drukkið eins og ég er vanur kemur í staðinn fyrir: "Ég ætla aldrei að drekka aftur".
23.90% af tíma þínum framan við tölvuna fer í raunverulega vinnu.
24.Þú drekkur ekki lengur heima fyrir til þess að spara pening áður en þú ferð á bari.
25.Þú lest allan þennan lista og leitar í örvæntingu að einhverju sem á ekki við þig.
Ef karlmenn réðu heiminum..:

1. Það yrði margfalt auðveldara fyrir pör að hætta saman.. mar myndi klappa henni á rassinn og segja "gangi þér betur næst"...
2. Ófrjósemispillur myndu fylgja með bjórkippum
3. Valentínusardagurinn yrði færður til 29. Febrúar.
4. Ruslið færi með sig sjálft út.
5. Verzlunarmannahelgin yrði 4 sinnum á ári.
6. Fólkið sem sér um þáttinn "milli himins og jarðar" yrði allt bundið aftaní steypubíl og keyrt framaf bryggju í beinni útsendingu í ríkissjónvarpinu
7. Einu þættirnir aðrir en "Ensku mörkin" yrðu "Ensku mörkin - frá öðru sjónarhorni"
8. Í staðinn fyrir bjórbvömb fengir þú bjórvöðva
9. Það yrði ekkert mál að leigja sér skriðdreka.
10. Kvenfólk yrði alltaf nakið þegar það kæmi fram í sjónvarpi
11. Þegar löggan myndi stoppa þig til að sekta þig þá yrði það svona..
Lögga: Veistu hversu hratt þú keyrðir?
Þú: Úff... það eina sem ég veit að ég sullaði bjórnum mínum útum allt.
Lögga: Góður! 75% afsláttur fyrir þig!
12. Allir karlmenn fengu 4 sjénsa áður enn þeir yrðu dæmdir í fangelsi fyrir nokkurn hlut.
13. Það myndi sjálvirkt slitna sambandið í símum eftir 30sekúndur.
14. Allir vinningshafar í öllu myndu fá að drepa og éta alla keppinautana sem töpuðu!
15. Það yrði fullkomlega löglegt að stela sportbílum ef bara að þú skilar þeim fullum af bensíni daginn eftir
16. Ef kærastan þín þyrfti virkilega að tala við þig á meðan það er leikur í sjónvarpinu, þá myndi birtast lítil mynd af henni neðst í horninu á sjónvarpinu í hálfleik.
17. Að kinka kolli og líta á úrið myndi gilda sama og að segja "ég elska þig"
18. "Sorry, ég varð svo obbosslega fullur í gær!" yrði lögleg ástæða fyrir því að vera seinn í vinnuna.
19.Í lok vinnudags myndi heyrast í flautu, þú myndir hoppa útum gluggann, renna þér niður á bakinu á risaeðlu og beint inní bílinn þinn.... einsog Fred Flintstone
Sonurinn sýnir fram á að ég geti slakað á í ellinni.
Ég er móðir. Ég sé til þess þegar farið er út að börnin séu hrein í framan, í hreinum fötum og með allt hneppt en fatta síðan að ég sjálf er eins og reytt hæna.