Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

mánudagur, maí 30, 2005

Það var einu sinni strákur sem átti hund hér í bæ.
Þessi setning ein og sér er ekkert merkileg en reynsla mín af bæði stráknum og hundinum er mjög merkileg þrátt fyrir þær sakir að ég mundi ekkert eftir þeim fyrr en ég las á barnalandi um konu sem er í vandræðum með lóðandi tík. Ástæðan yfir því að ég mundi eftir þeim í þessu samhengi er sú að ég var svo skotin í stráknum að ég breyttist alltaf í mállaust og heilalaust gerpi þegar ég komst í návígi við þennan þáverandi gríska guð (lesist: afar renglulegur unglingspiltur með a.m.k. 37 graftarbólur í andlitinu og líkamshlutföllin í engu samræmi). Hundurinn hans hefur eflaust fundið "lyktina" af mér því hann réðist alltaf á mig og rúnkaði sér á löppunum á mér þegar hann sá mig og það héldu honum engin bönd. Það varð hins vegar alltaf til þess að hann tók eftir mér...og ég þori að veðja að hann muni ennþá eftir mér. En mér fannst það ekkert skemmtilegt þá.