Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

fimmtudagur, maí 26, 2005

Ég er að kafna.
Ekki úr frekju heldur hori og slími dauðans. Hvers á ég að gjalda eiginlega? Ég hef ekki verið svona lasin í mörg ár...held ég. Beinverkir, hausverkur, hálsbólga og hor.
En það er loksins komið vor á Eskifirði(7-9-13), sólin skín og hiti er yfir frostmarki þannig að ég held að mér sé óhætt að vonast eftir því alla vega.
Annað er ekki í fréttum að sinni, ég verð hér á sama tíma á morgun.