Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

laugardagur, maí 21, 2005

Þetta var stutt sumar! Við fengum nokkra góða daga en svo byrjaði að snjóa aftur. Kannski komumst við loksins á skíði núna því ef heldur sem horfir verður opnað uppi í skarði á næstu dögum.
Ég ætla ekkert að tjá mig um Söngvakeppni Evrópskra Sjónvarpsstöðva. Frekar læt ég þessa skrítlu fylgja með færslu dagsins:

Frú Klara kirkjuorganisti var á áttræðisaldri og hafði aldrei verið við kynlíf kennd. Alltaf ógift og aldrei í sambúð. Hún var dáð vegna elskulegheita sinna og góðmennsku.
Presturinn kom eitt síðdegi að vori í heimsókn til hennar. Hún bauð hann velkominn í "meyjarhofið" sitt og vísaði honum til sætis meðan hún tæki til með kaffinu. Þar sem hann sat varð honum litið á gamla pumpuorgelið. Ungi presturinn tók þá eftir fullu vatnsglasi sem stóð á orgelinu. Í vatninu flaut-af öllum hlutum!
SMOKKUR!! Hugsaðu þér sjokk prestsins og undrun! Gerðu þér í hugarlund forvitnina sem hjá honum vaknaði! "Klara gamla hefur áreiðanlega flippað yfir" hugsaði klerkurinn. Í því kom Klara úr eldhúsinu með kaffið og heimabakkelsið. Þau fóru að spjalla um daginn og veginn. Presturinn reyndi að hafa hemil á forvitni sinni,en að lokum gat hann ekki setið á sér. Frú Klara, sagði hann gætirðu nokkuð sagt mér um þetta? (benti á glasið). Ó já, svaraði Klara gamla. Er þetta ekki dásamlegt? Ég var á gangi niðri í bæ síðastliðið haust, þegar ég fann lítinn pakka á götunni.Leiðbeiningarnar á pakkanum voru svohljóðandi: Settu þetta á "organ", haltu því blautu og þá mun lánið verða með þér.Og veistu hvað! Ég hef bara ekki orðið lasin í allan vetur!!!