Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

mánudagur, maí 09, 2005

Ég hef verið ég svo lengi að ég ætti að vita mín takmörk en svo er ekki. Það greip mig svo svakalegur dugnaður í morgun þegar sólin skein inn um gluggan, ég þreif í garðinum, setti í þvottavél og hengdi út, þreif öll hjólin og hækkaði hnakkana í rétta hæð, pumpaði í dekkin á hjólinu hennar Sesselju og fór með það inn á leikskóla auk leikskólatösku sem inniheldur allt sem slík taska á að innihalda, þreif bílinn, þreif ömmu, braut saman tau og tók garðhúsgögnin út. Auk þess gekk ég alla leið inneftir til að ná í Sesselju á leikskólann með Karl í vagninum og Dagbjörtu og Kolbrúnu laaaaangt á undan mér á sínum hjólum. Þvílíka gleði sem það vakti að taka hjólin loksins út...og ég er búin á því eftir að hafa elt þessar skvísur um allan bæinn.