Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

laugardagur, maí 28, 2005

Ég fór í sjoppuna í gærkvöldi, sem væri ekkert merkilegt nema fyrir það að ég kom úr sjoppunni full efasemda um ágæti útlits míns. Ég hef verið lasin undanfarna daga og því ekki eins stórkostleg og ég á að mér. En þegar ég gekk inn litu allar aðalgelgjurnar upp og skellihlógu. Ég gekk bara að afgreiðsluborðinu eins og þetta kæmi ekkert við mig en laumaðist til að athuga hvort buxnaklaufin væri opin eða mjólkurblettir á peysunni. Sem betur fer var hvorugt í gangi en því miður fór sjálfsöryggi mitt í mola.