Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

þriðjudagur, maí 03, 2005

Það þarf lítið til að gleðja mig eins og kom í ljós núna áðan þegar ég fékk óvænta sendingu frá föndursmiðjunni. Ég vissi ekkert hvaðan stóð á mig veðrið því ég er búin að vera góð í að panta ekkert undanfarna daga en þá var þetta bara sumargjöf frá þeim og það ekkert smá flott ilmkerti sem heitir Hauströkkur. Æðislega gaman að fá pakka.