Ég fór að skoða bloggið mitt undanfarnar vikur og áttaði mig á því að lífið mitt er með eindæmum einhæft. Ef ekki er talað um þrif eða annarsskonar heimilishald þá er talað um þakklætið yfir að vera edrú. Svakalega spennandi semsagt.
Þrátt fyrir afar forvitnilegan fréttaflutning af lífinu hér á austfjörðum rýkur teljarinn minn upp úr öllu valdi, eða svo gott sem. Ef ég kann að telja rétt þá eru um 50 manns að lesa á hverjum degi. Og ekki bara hver sem er því mér hefur borist tölvupóstur og símtal frá blaðamanni Séð&Heyrt, hvorki meira né minna. Hafa skrif mín hér virst vera bæði fréttnæm og uppbyggjandi í augum téðs blaðamanns. Ég geri mér grein fyrir að til að hafa samband við mig þarf talsverðan vilja og útsjónarsemi þar sem ég er ekki með skráðan heimasíma né er ég í raun skráð á það heimili sem það símanúmer er virkt. Þannig að ég viðurkenni hæfnina til rannsóknarblaðamennsku hjá þeirri manneskju sem við á hér.
Ég skil svosem alveg hvað blaðamanninum hjá S&H gekk til, það eru ekki margir sem ná sér upp úr eins miklu rugli og ég var í. Og að skrifa um það er bara til uppbyggingar þeirra sem eru að stíga sín fyrstu skref í edrúmennsku. Einnig eru ekki margir sem finna sátt í að þrífa og halda heimili einhversstaðar lengst út í rassgati. En ég er ekki að sjá hvað S&H gæti skrifað um mig eða mína reynslu í tveimur dálkum með milljón myndum. Sérstaklega þar sem ég myndast eins og Chandler í Vinum, andlitið á mér festist í grettu um leið og myndavél er nálægt. And not in a funny way...
Þrátt fyrir afar forvitnilegan fréttaflutning af lífinu hér á austfjörðum rýkur teljarinn minn upp úr öllu valdi, eða svo gott sem. Ef ég kann að telja rétt þá eru um 50 manns að lesa á hverjum degi. Og ekki bara hver sem er því mér hefur borist tölvupóstur og símtal frá blaðamanni Séð&Heyrt, hvorki meira né minna. Hafa skrif mín hér virst vera bæði fréttnæm og uppbyggjandi í augum téðs blaðamanns. Ég geri mér grein fyrir að til að hafa samband við mig þarf talsverðan vilja og útsjónarsemi þar sem ég er ekki með skráðan heimasíma né er ég í raun skráð á það heimili sem það símanúmer er virkt. Þannig að ég viðurkenni hæfnina til rannsóknarblaðamennsku hjá þeirri manneskju sem við á hér.
Ég skil svosem alveg hvað blaðamanninum hjá S&H gekk til, það eru ekki margir sem ná sér upp úr eins miklu rugli og ég var í. Og að skrifa um það er bara til uppbyggingar þeirra sem eru að stíga sín fyrstu skref í edrúmennsku. Einnig eru ekki margir sem finna sátt í að þrífa og halda heimili einhversstaðar lengst út í rassgati. En ég er ekki að sjá hvað S&H gæti skrifað um mig eða mína reynslu í tveimur dálkum með milljón myndum. Sérstaklega þar sem ég myndast eins og Chandler í Vinum, andlitið á mér festist í grettu um leið og myndavél er nálægt. And not in a funny way...